Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 11
Ferðanefndin, Ósk og Heiða með Þrúðuformann á milli sín. Og þarna stóðum við í biðröðinni við „tékkinnið“ og brostum í hring yfir velheppnaðri ferð, - þar til einn kórfélagi, Ingibjörg Stefáns, var allt í einu stöðvuð. - Nei góða, þú átt ekki bókað far í dag, þú ert bókuð heim eftir mánuð! Prentvilla í flugmiðanum. Nú voru góð ráð dýr. Búið að loka öllum skrifstofum í Berlín, en sem betur fer er tveggja klst. tímamismunur milli íslands og Þýskalands, svo skrifstofan í Reykjavík var enn opin. Og eftir meira en klukkutíma stímabrak og hringingar, heimtum við Ingibjörgu okkar úr helju, og allir komust út í flugvél heilu og höldnu! Þvílíkur léttir! Flugið heim var tíðindalaust eftir það og til Keflavíkur vorum við komin á áætlun, undir miðnætti um kvöldið og heim í Tungur undir morgun! Þessi ferð var ógleymanlegur endapunktur á 20 ára samstarfi okkar kórfélaga í Skálholtskór undir stjórn Hilmars Arnar. Fyrir mörg okkar hefur kórinn verið eins og önnur fjölskylda. Kórsöngur gefur fólki svo ótrúlega mikið og það gefur líka mikið af sér til samfélagsins. Þessi verðmæti verðum við að standa vörð um okkar sjálfra vegna og samfélagsins hér í Biskupstungum. Höldum áfram að syngja! Ég vil nota tækifærið og þakka kórfélögum mínum og kórstjóra langt og gott samstarf og ekki síst, takk fyrir frábæra ferð til Berlínar síðastliðið vor. Geirþrúður Sighvatsdóttir fyrrv. kórformaður. Myndir: Ýmsir. Biskupstungur/Bláskógabyggð Munur á örnefni og stjórnsýslueiningu Mig langar að koma á framfæri athugasemd til sveit- arstjórnar vegna vannýtingar á nafni sveitarfélagsins okkar, Biskupstungna, sem nú um stundir er í stjórn- sýslueiningunni Bláskógabyggð. Þetta gamla nafn á sveitinni verður að vera sýnilegt, jafnt á vegaskiltum, landakortum sem og í póstáritun, óháð því hvernig á stendur í stjórnsýslunni hverju sinni. Tungurnar tvær, landsvæðið milli ánna Hvítár að austan og Brúarár að vestan, voru frá landnámsöld nefndar Eystri- og Ytritunga og síðar Biskupstungur eftir biskupsstólnum í Skálholti. Þingvellir og Laugar- dalur eru að sjálfsögðu ekki síður fornfrægir staðir. Þegar síðast var kosið um sameiningu sveitarfé- laga hér í uppsveitum Arnessýslu varð niðurstaðan sú, að Biskupstungur, Laugardalur og Þingvallasveit samþykktu sameiningu, önnur höfnuðu henni. Þessari stjórnsýslueiningu var valið nafnið Bláskógabyggð. I framhaldi af því voru öll skilti sem sýndu að ferða- langar væru að koma inn í Biskupstungur, Laugardal eða Þingvallasveit tekin niður og skilti með nafninu Bláskógabyggð sett í staðinn. Þetta tel ég mikil mistök. Biskupstungur, Þingvellir og Laugardalur eru forn örnefni. Þessi nöfn eru hluti af Islandssögunni, þau eru hluti af landinu. Þau ber að halda í heiðri og mega alls ekki glatast. Stjórnsýslueiningar breytast hinsvegar og eins nöfn- in á þeim, eftir því hvernig sameinað er eða sundrað. Hvað vitum við hvað svæðið verður kallað eftir næstu kosningar? Gullhreppar? eða Arnesþing? Á þá aftur að taka öll skiltin niður og breyta um nafn? Nei, leyfum landinu okkar að halda sínum fornu örnefnum. Það er allt í lagi að leyfa ferðalanginum að sjá að hann er að koma inn í Biskupstungur, að Þingvöllum, í Laugardal, á Selfoss. (Undir nafni svæðisins má svo gjarnan vera annað skilti með nafni gildandi stjórnsýslueiningar á staðnum hverju sinni, ef vill.) Svipuð meinloka gerðist með póstföng landsmanna. Þeim var breytt fyrir nokkrum árum, þannig að forn hreppanöfn eins og til dæmis Biskupstungur voru tekin út og allt sett undir Selfoss, sem veldur ómældum ruglingi í póstdreifingunni. Það væri mun öruggara að tilgreina á hvaða svæði býlin eru, og þar á eftir má koma 801 Selfoss. Það eru margir bæir með sama nafn undir sama póstfangi hér í 801. T.d. eru fleiri en eitt Miðhús, Austurhlíð, Krókur, Bjarkarbraut (bæði í Reykholti og Laugarvatni í Bláskógabyggð) og fleiri dæmi mætti nefna. Ég vona að sveitarstjórnarmenn í Bláskógabyggð, vegagerðin og póstþjónustan sjái muninn á þessu tvennu, ömefni og stjórnsýslueiningu, Höldum nafni sveitarinnar okkar á lofti og sjáum til þess að landið okkar sé rétt og sómasamlega merkt, á landakort sem og vegaskilti. G.S. 11 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.