Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.07.2011, Blaðsíða 31
Meðstjórnendur hans, ef svo mætti kalla, voru þeir Vigfús Guðmundsson, vert á Hreðavatni og nafni hans, flutningabílstjóri á Selfossi. Fannst mér öll fyrirgreiðsla þessarra manna til mikillar fyrirmyndar. Þeir sem fóru í fjárkaupin úr Biskupstungum voru þessir: Einar Helgason í Holtakotum, Ingvar Jóhannsson á Hvítárbakka, Kristján Loftsson á Felli, Erlendur Björnsson á Vatnsleysu, Þórður Kárason á Litla-Fljóti, Sigurður Jónsson í Úthlíð og Guðmundur Ingimarsson á Syðri-Reykjum. Bílstjórar voru þeir: Sveinn Skúlason í Bræðra- tungu, Bjarni Sigðursson í Haukadal og Magnús Erlendsson á Vatnsleysu Grípa varð alla tiltæka vörubíla sem voru í þessum sveitum og yrði það víst of langt mál fyrir mig að telja þá alla upp því að ég vissi ekki einu sinni deili á þeim öllum. Þeir sem ég man eftir héðan úr sveit voru: Tómas í Helludal, Róbert á Brún, Páll Marteinsson á bíl Stefáns Arnasonar á Syðri- Reykjum og fékk ég að passa lömbin hjá honum, Sigurbjörn á Reykjavöllum og Einar í Auðsholti. Úr Laugardal man ég ftir Sigurði í Efstadal og Ólafi Ketilssyni á Laugarvatni. Úr Grímsnesinu var Hjörtur á Brjánsstöðum með tvo bíla og Reynir í Eyvík og man ég ekki eftir fleirum þaðan og gætu það þó hafa verið án minnar vitundar. Af Skeiðunum man ég eftir Jóni í Vorsabæ, Helga á Ósabakka og Vilhjálmi á Hlemmiskeiði. Úr Hrunamannahreppi man ég eftir Jóhannesi í Syðra- Langholti og einum man ég eftir frá Eyrarbakka er mig minnir að Guðjón héti og kenndur hafi verið við Vorhús. Allir bílarnir voru með rautt flagg að framan og áttu þeir að hafa algeran forgang í umferðinni og það sama gilti á öllum greiðasölustöðum en það vildi nú ganga á ýmsu hvað aðrir vegfarendur voru tillitsamir í þeim efnum. Eins og áður getur passaði ég féð á pallinum á bílnum hjá Páli Marteinssyni sem var á Ford sem var skráður fyrir þrjú tonn. Þeir höfðu oftast samflot hann og Róbert á Brún en mig minnir að Guðmundur Guðjónsson frá Efri-Reykjum hafi passað féð á pallinum hjá honum og ef ég man rétt var hans bíll ,Austin, skráður fyrir fimm tonn . Kvöldið áður en lagt var af stað brýndi Páll það rækilega fyrir mér að ég mætti alls ekki sofa yfir mig því að við þyrftum að leggja snemma upp, alls ekki seinna en fimm um nóttina og stóð ég við það. Var síðan haldið sem leið lá um Þingvöll og norður Uxahryggi og var komið í morgunkaffið á Hreðavatni um áttaleytið og var þá notalegt að fá heita sopa hjá Fúsa eins og endranær. Á leiðinni norður hafði ég það rólega og ánægjulega starf að reyna að lesa á kort og þau fáu bæjarskilti sem ég sá en ég hafði aldrei komið norður í land fyrr en þetta. Um nóttina gistum við á Akureyri og tókum síðan morguninn eftir lömb úr Eyjafirðinum sem búið var að safna þar saman. Fátt er mér minnisstætt af ferðinni suður nema að í hvert sinn er við stoppuðum gekki Palli aftur með bílnum og kallaði upp til mín „Jæja Dói, hvennig líur lamban?“ Það má segja honum til hróss að að hann var umhyggjusamur bæði um mig og lömbin, að okkur liði sem best, en þar sem hann var danskur varð að virða honum það til vorkunnar þó að hann hefði ekki fullt vald á íslenskum beygingum. Næstu ferð munum við hafa farið á laugardegi. I þeirri ferð varð Páll að byrja á því að fara til Reykjavíkur og sækja dekk úr viðgerð, því að á þessum árum var heldur lítið um þess háttar þjónustu hér austan fjalls. Það sem gerir mér daginn minnis- stæðan er að þegar við keyrðum út úr Reykjavík voru Óskalög sjúklinga í útvarpinu, en þau voru alltaf upp úr hádegi á laugardögum. Það hittist svo á að þegar við erum komnir upp fyrir Ártúnsbrekkuna, nálægt því sem að Höfðabakkabrúin er núna, að þá söng Kristinn Hallsson Rósina. „Þú fölnaðir, bliknaðir fagra rósin mín“ og ég held ég hafi aldrei verið jafn hrifinn af söng Kristins eins og í það sinn. Við stönsuðum er við komum upp að Fornahvammi en samtímis okkur kemur þar í hlaðið gljáfægð drossía á suðurleið. Út úr henni komu ungar stúlkur með snjóhvítan kettling og fóru þjónustustúlkurnar í Fornahvammi undir eins að snúast við kettlinginn og reyndu að koma í hann bæði mjólk og mat og gekk hvort tveggja illa. Við Páll settumst við borð og báðum um kaffi og brauð en stúlkurnar sinntu því ekkert en héldu áfram að dekra kettlinginn og hafa þær þó sennilega séð að við vorum ekki eins fínir í tauinu og kattaeigendurnir. Er við höfðum setið og beðið góða stund fengum við nóg og stóðum upp og Páll Marteinsson og Fordinn. 31 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.