Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 14
„Flökkueðlið hefur dregið mann víða“ Viðtal við Ernu og <3uðjón á Tjörn Ef ekið er til norðurs yfir Torfastaðaheiði, í miðri sveit íBiskupstungum, blasa við bœirnir á Tjörn. Það er varla hœgt að hugsa sér fallegra bœjarstœði, undir brattri brekku við lygna tjörn, með Hlíðarfjöllin í baksýn. Það er þríbýlt á Tjörn, en auk Ernu og Guðjóns, sem búa mi á býlinu Tjarnarkoti, sem áður var hjáleiga Tjarnar, búa þar tveir synir þeirra.Þeir Gunnar, sem býr ásamt fjölskyldu sinni ígamla íbúðar- húsinu á Tjörn og Snorri, sem býr með sinni fjölskyldu á nýbýlinu Litlu-Tjörn. Erna og Guðjón hafa búið á Tjörn íyfir 60 ár, stundað þar blandaðan búskap og skólaakstur auk þess sem þau hafa verið dugleg að ferðast á hestum. Þau hafa riðið um flestar sýslur landsins sér tilyndis og ánœgju og hafa gaman af því að segja frá þeim ferðum.Það er erfitt að ímynda sér að Guðjón sé nœr nírœðu og Erna nýlega orðin 83 ára, þvíþau líta ekki út fyrir það. Eru bœði ern eins og unglingar. Langaði blaðamann Litla-Bergþórs að forvitnast svolítið um líf þeirra og störf á langri œfi og tók því stefnuna á Tjörn einn fagran vordag í byrjun maí. Glaðleg og brosandi tóku þau á móti gestinum og inni beið kaffi og meðlœti áður en sest var niður við að rifja upp það sem á dagana hefur drifið. Eins og venjulega spyr ég þau um œttir og uppruna og gef Guðjóni orðið: „Ég er fæddur 17. júní 1922 íTröllatungu í Strandasýslu, en það er um 10 km frá Hólmavík. Foreldrar mínir bjuggu þar í fjögur ár, en faðir minn, Gunnar Jónsson var fæddur þar. Móðir mín var Sólrún Guðjónsdóttir frá Gilsfjarðarmúla, svo ég er alger Vestfirðingur. Fæddur í Strandasýslu, uppalinn í Barðastrandasýslu og ættaður úr öllum sveitum þar vestra. Árið 1924, þegar ég var tveggja ára, fluttu foreldrar mínir að Hlíð við Þorskafjörð og bjuggu þar í átta ár með fé og kýr til heimilisins. Ég man þó mest eftir því þegar pabbi keypti árabát og kom með hann heim. Ég hef verið fjögra til fimm ára þá. Hann stundaði hrognkelsaveiðar í Þorskafirðinum á vorin og svo ferjaði hann líka fólk yfir fjörðinn úr Gufu- dalssveitinni. Foreldrar mínir fluttu svo árið 1932 að Gilsfjarðarmúla, en afi og amma, þau Guðjón og Sigrún voru þá að hætta að búa. Þaðan fór ég að heiman um tvítugt. Við erum 11 alls systkinin, þar af tveir hálfbræður og öll lifandi. Sex okkar eru á ní- ræðisaldri, aðeins Olafur, elsti bróðir minn er orðinn níræður. Við vorum einmitt í afmælinu hans um daginn. Ég er næstelstur og verð níræður á næsta ári. Eina menntunin mín, fyrir utan bílpróf og meira- próf, var farskólinn á bæjunum heima. En ég hef verið ótrúlega heppinn í akstri, hef aldrei lent í óhappi og tryggingarnar hafa því stórgrætt á mér! Krakkar byrjuðu snemma að vinna í þá daga, níu ára fór ég í mánuð sem snúningastrákur í Berufjörð um engjaheyskapinn. Fór þar með heybandslest fjórar ferðir á dag ásamt Ola bróður mínum. Ellefu ára byrjaði ég sem kúskur í vegavinnu og vann í vegavinnu flest vor upp frá því, þrjár vikur til einn mánuð á hverju vori. Veturinn eftir fermingu var ég vetrarmaður, en var alltaf heima að sumrinu. Árið 1942, tvítugur að aldri, fór ég svo á vertíð á Akranesi og þar missti ég framan af tveim fingrum hægri handar. Var að vinna í frosti við að skrapa klaka, sem Litli-Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.