Litli Bergþór - 01.12.2011, Síða 26

Litli Bergþór - 01.12.2011, Síða 26
Irm *til fjalla Li-tið við á Gullfosskaffi hjá þeim Elfu 3jörk Magnúsdó-ttur og Svavari Njaróasyni V/á Gullfoss, eina af okkar helstu ferðamannaperl- um, hefur löngum verið rekin greiðasala, þó með hléum. Hjónin Svavar Njarðarson og Elfa Björk Magnúsdóttir hafa liaft umsjón með rekstri ferða- þjónustu við GuIIfoss allt fró árinu 1994 og hefur öll aðstaða breyst verulega til hins betra á þessum árum. Nýjustu breytingar voru gerðar á húsnœði GuIIfosskaffis fyrri part ársins þegar byggt var við skálann um 100 fermetra verslunarrými og þótti blaðamanni Litla-Bergþórs upplagt að taka þau hjónin tali í tilefni af því. Svavar, sem fæddist á Selfossi 1971, er sonur Njarðar Jónssonar og Guðrúnar Láru Ágústsdóttur sem hafa verið ábúendur í Brattholti síðan 1978. Hann er næstyngstur fjögurra sona þeirra en bræður hans eru þeir: Jón Harrý, Kristján, og Sigurjón. Einnig á hann hálfsysturina, Lindu Margréti sem faðir hans átti áður en hann gifti sig. Þegar Svavar fæddist bjuggu foreldrar hans á Kjartansstöðum í Hraungerðishreppi, árið 1978 fluttust þau í Brattholt og hóf Svavar skólagöngu sína í barnaskólanum í Reykholti og síðan á Laugarvatn þaðan sem hann útskrifaðist með stúdentspróf. Haustið 1991 settist hann á skólabekk í Samvinnuháskólanum á Bifröst eins og skólinn hét þá, nú heitir hann Háskólinn á Bifröst. Þaðan útskrifaðist hann sem rekstrarfræð- ingurvorið 1994. Elfa Björk Magnúsdóttur er fædd á ísafirði árið 1972. Hún er dóttir Magnúsar Bjarna Guðmundsson- ar, múrara, frá Hnífsdal og Ástdísar Kristjánsdóttur, verslunareiganda og handverkskonu sem einnig er ættuð að vestan en er fædd fyrir norðan og er líka ættuð úr Skagafirðinum og Eyjafirðinum. Elfa Björk er töluvert rík af systkinum. Faðir hennar átti sex börn áður en hann kynntist móður hennar, það eru: Olöf Sigríður, Magnús, Jónas, María Kolbrún, Gunnar og Þröstur. Saman áttu þau Magnús og Ástdís svo fjögur börn sem eru: Elfa Björk, Birta Mjöll, Guðmundur ívar og yngst er Helga ísfold. Fyrir átti Ástdís Jóhann Kristján Birgisson. Foreldrar Elfu bjuggu í Bolungarvík þegar hún fæddist en fluttu tveimur árum seinna suður á bóginn. Segist hún hafa búið einhvern tíma í flestum landshlutum Svavar og Elfa fyrir framan afgreiðsluborðið á Gullfosskaffi, það er mun algengara að sjá þau fyrir aftan það. Litli-Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.