Litli Bergþór - 01.12.2011, Page 33

Litli Bergþór - 01.12.2011, Page 33
ritstjórn eiga og flestar greinarnar. Höfundar flestra greina í blaðinu eru þau Arnór Karlsson, Drífa Kristj- ánsdóttir, Geirþrúður Sighvatsdóttir, Páll M. Skúla- son, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sveinn Sæland og Þorfinnur Þórarinsson, þó margir fleiri komi þar að. Arnór Karlsson (1935-2009) er tvímælalaust þar afkastamestur og kemur í skrifum hans fram það sem hann virðist hafa mestan áhuga á, þ.e.: Afréttarlönd Biskupstungna - Saga Biskupstungna - Fréttir af mannlífi, nýjungum og framförum í Biskupstungum. - Sauðfjárrækt ásamt tilheyrandi fjallferðum og fjárleitum. Geirþrúður Sighvatsdóttir: Ferðaðist „umhverfis jörðina á tveimur árum og mánuði betur“ og segir hún frá því ferðalagi. - Hún tekur auk þess mörg skemmtileg viðtöl við sveitungana, bæði við „innfædda Tungnamenn“ sem og fólk sem er að setjast að í Tungunum. Aðrir fjalla um svipað efni. Eðlilega er starfsemi Ungmennafélagsins einnig stór þáttur í efni blaðsins. Ungmennafélag Biskupstungna varð 100 ára árið 2008. Blaðaútgáfa hefur lengst af starfstíma þess verið stór þáttur af starfsemi félagsins. Fyrstu ára- tugina hét blaðið Baldur, var handskrifað og lesið upp á fundum. Fjögur prentuð blöð, Bergþór, komu útáárunum 1963-1968. Fyrsta tölublað af Litla-Bergþóri kom út 5. mars 1980 og nær útgáfa þess til dagsins í dag. Komið hafa út þrjú tölublöð á ári. Fyrst var það fjölritað, en síðan prentað. Markmið lyklunar Litla-Bergþórs er að gera efnisinnihald Litla-Bergþórs aðgengilegt hverjum þeim sem langar að fræðast um menn og málefni í Biskupstungum fyrr og nú. Einnig að auðvelda þeim, sem betur þekkja til, að finna þær upplýsingar og fróðleik sem vitað er að Litli-Bergþór inniheldur. Austurey II 8.júní 2011 Helga Jónsdóttir A ratunga Það er góður andi og góður matur og gaman að vera þar. Félgasheimilið okkar Aratunga 50 ára. Höf. Margrél Svanhildur Kristinsdóttir, 6. bekk Ara-tunga Jón kokkur eldar mat Hann er alltaf góður. I vinnuna hann mætir strax. Og eldar fyrir alla. Höf. Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir 6. bekk Gamla góða Aratunga Gamla góða Aratunga, þú ert höfuðstaður Reykholts. Aratunga er bær sveitunga, I augum lítils skólapilts. Sólin skín inn um gluggann, Og matarilmur breiðist fljótt. Kokkinn okkar við höfum duggan, Því maturinn hann kemur skjótt. Höf. Eva María Larsen, 7. bekk 33 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.