Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1985, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1985, Síða 1
FRETT ABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 2.Tbl. 3.A'rg. mai. 1985. Örstutt æviágrip Ættfræðifélagsins ÆTTFRÆÐIFfíLAGIÐ var stofnað 22. febrdar 1945 í Lestrarsal Landsbóka- safnsins. Pétur Zophoníasson ættfræðingur hafði orð fyrir fundarboð- endum og gerði grein fyrir ætlun og tilgangi fundarins. Eftir stuttar umræður en góðar undirtektir var samþykkt félagsstofnun og var Pétur Zophoníasson kosinn formaður félagsins. Haldnir voru einn eða tveir fundir síðar um veturinn. Er á leið næsta sumar tók Pétur þann sjúkdóm er dró hann til dauða 21. febrúar 1946, réttu ári eftir stofnun félagsins. Á þessum vetri eða vori (1946) var haldinn fundur í félaginu og var Guðni Jónsson, ættfræðingur og skólastjóri, kosinn formaður. Gegndi hann síðan formennsku meðan félagið starfaði, eða var við lýði. Félagið hnfði ekki náð að mótast í höndum Péturs sökum þess hve hans naut skammt við, en hann var slyngur félagshyggjumaður og hafði margvís- legar áætlanir og ráðagerðir um starfsemi og hlutverk félagsins. Ræddum við oft um það hvað okkur þótti að félagið þyrfti að gera til.þess að auka áhuga á ættfræði og styðja að rannsóknum; mundi það helst með út- gáfu tímarits, er í stuttum greinum veitti upplýsingar um ýmis atriði og fróðleik margskonar af þessum vettvangi, ásamt ritgerðum um rann- sóknir og uppgötvanir er því yxi fiskur um hrygg. Það réðist þegar á fyrsta formannsári Guðna að félagið tækist á hendur útgáfu Manntalsins 1816. Kom fyrsta heftið út þegar á næsta ári, þ. e. 1947, og síðan þrjú hefti til viðbótar á árunum 1951» 1953 og 1959. Guðni var mjög störfum hlaðinn og félags- starfið sætti algjörum afgangi og sat á hakanum fyrir útgáfunni, og upp úr því að fjórða heftið kom út 1959, var lokið allri starfsemi félagsins. - Sívaxandi ritstörf Guðna á næstu árum voru svo yfirgripsmikil og margþætt að furðulegt má telja. Á árunum 1958 - 1966 koma frá hans hendi (fyrir utan manntalið)

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.