Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1985, Side 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1985, Side 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 3.tb 1. 3. ávtj.________________________________Junl 1985 Örf irisey.jarætt 1 Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson eru birt fylgiskjöl "fyrir glöggvunar sakir" er sýna nokkrar Reykjavíkurættir. "Ættanöfnin hef ég bóið til" segir höfundur og "virðist mér sem mörg þeirra megi festast." Ættirnar sem hér er átt við eru: Hlíðarhúsamenn; Arnarhóls-, Götuhúsa- og Skildinganesætt; Efferseyjarætt; Engeyjarætt; Jóhannsætt; Zoegaætt; Borgarabæjarætt; Knudsensætt; Teitsætt og Thordersens- og Sivertsensætt. Allar eru þessar ættir hinar merkustu enda undirstaðan að íbúum höfuð- staðarins. Á nafngiftir ættanna eða skiptingu verður ekki lagður dómur. Til þess skortir mann yfirsýn. Menn hafa snemma komið auga á að um nokkrar ákveðnar ættir í Reykjavík var að ræða framan af. Þessar ættir tengdust fljótlega mikið og geta menn nú rakið ættir sínar til fleiri en tveggja eða þriggja þessara frumætta Reykjavíkur. Af gildum ástæðum hef ég verið að rýna í Efferseyjarætt sem ég nú kalla Örfiriseyjarætt með hliðsjón af málrannsóknum og nútímaíslensku. Stofninn að Örfiriseyjarætt eru hjónin Magnús Helgason bóndi þar og kona hans Sigríður Gissursdóttir. Um uppruna þeirra er allt á huldu. Eins og sjálfsagt margir fleiri hef ég reynt að komast að þessu en án árangurs þar sem heimildir vantar. Þrátt fyrir heimildaskortinn ætla ég að nefna nokkur atriði sem þó eru ef til vill þýðingarlausar vangaveltur. Heimildir um Sigríði Gissursdóttur sýnast mér eldri. Miðað við þann aldur, sem upp er gefinn á Sigríði, var hún fædd 1728-30, t.d. á manntalinu 1762 var hún 32 ára. Á sálnaregistri í Seltjarnarnessókn 1758 var ein Sigríður Gissursdóttir 28 ára svo að líklega fæddist hún 1830. Árið 1758 var hún sögð "fróð í bænum og kristnum fræðum." Á sama registri eru t.d. þrjár Guðrúnar Gissursdætur, tvær 27 ára og ein 5 ára, þessi yngsta skráð næst á undan Sigríði. Guðrún nokkur Gissursdóttir var gift Sigurði Magnússyni bónda í Breið- holti og þar var hún búandi ekkja 1786, sögð 57 ára (f. 1729) og kemur það nokkuð vel heim við aldur hennar 1758. (Árið 1786 var hjú hjá Guðrúnu Hrólfur Helgason, 49, sem verið hafði lausamaður í Landakoti 1770, 35, og Hrólfur Helgason var skr. lausamaður að Stóru Giljá í Þingeyrasókn á mt. 1801, sagður 69 ára (líkl. f. um 1734). Hver var faðir þessara Gissurardætra? Nú vandast málið. Á bændatalinu frá l.júní 1735 var t.d. Gissur Bergsteinsson á Eiði og Gissur Hildi- brandsson í Hlíðarhúsum. Árið 1752 var Gissur Jónsson á Arnarhóli. Á manntalinu 1703 var Gissur Bergsteinsson, 14, í Skildinganesi (17.3. 1755 var grafinn í Reykjavík Gissur Bergsteinsson frá Skildinganesi), Gissur Hildibrandsson, 33, í Landakoti og Gissur Jónsson, 42, í Mýrar- húsum. Þá má nefna Gissur Jakobsson og Sesselíu Eyjólfsdóttur, hjón í Blönduholti í Saurbæjarsókn í Kjósarsýslu 1758. » Af þessum Gissurum er Gissur Bergsteinsson, f. um 1689, líklegur, m.a. vegna. tengslanna við Skildinganes, en þar eignuðust Sigríður Gissurs- dóttir og Magnús Helgason tvö fyrstu börn sín: Helga sk. 12.9.L759 og Sigríði sk. 28.9. 1760. Ekki má reyndar gleyraa nálægð Hlíðarhúsa við Ör- firisey, en auk Gissurs í Hlíðarhúsum 1735 var þar Helgi Markússon. Um Gissur föður Sigríðar er víst ekkert hægt að fullyrða.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.