Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1985, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1985, Blaðsíða 2
2 Uppruni Magnúsar Helgasonar er álíka óljós. Samkv. manntölum er aldur hans talsvert á reiki. Magnús er ekki á sálnaregistrinu 1758, en á mannt. 1762 er hann skráður bóndi á kirkjujörðinni Örfirisey, 40 ára, og samkv. því fæddur 1722. Á sálnaregistrinu 1769 er hann sagður 51 árs, þá f. 1718, en árið 1785 (hann dó 14.des. 1785) var hann sagður 71 árs og skv. því f. 1714. Þarna munar ansi miklu frá fyrstu til síð- ustu skráningar og hann eldist um 4 ár í hvert sinn. Hvað sem því líður var Magnús Helgason nærri því fertugur þegar fyrsta barn hans og Sigríð- ar fæddist. Er hugsanlegt að hann hafi verið tvígiftur eða hafi eignast börn fyrr? Til dæmis va.r 6. jan. 1754 skírð Ingiríður Magnúsdóttir frá Örfirisey. Hún var ekki hjónabandsbárn. Hinn 30. nóv. 1749 var skírð Halldóra Magnúsdóttir frá Nesi. Hún fæddist utan hjónabands (dó 14.des. sama ár). Árið 1749 bjó á Arnarhóli. Helgi Andrésson húsmaður, 69, og kona hans Halldóra Bjarnadóttir,45. Var eitthvað samband þarna á milli? Hver veit? Um Helga föður Magnúsar er ekki vitað. Áður va.r minnst á Helga. Markús- son í Hlíðarhúsum. Hann dó 22. júní 1756. Tómas Bergsteinsson var ábú- andi á Arnarhóli 1703, 51, og hann átti dótturina Sesselíu, f. 1693, sem kann að hafa átt Helga ölafsson í Engey, f. 1678. Þegar Arnkell Guðmundsson frá Hlíðarhúsum vár skírður 1748 voru til aðstoðar Sesselía Tómasdóttir og Helgi Jónsson. Svo er hugsanlegt að Magnús Helgason hafi komið lengra að. Eg sleppi tilgátum um staði. Nöfn eins og Helgi, Gissur, Magnús, Sigríður og Sesselía koma oft fyrir á 18. öldinni, reyndar áberandi á sumum svæðum, en elstu kirkjubækurnar eru ekki nógu nákvæmar til þess að á þeim verði með vissu byggt hvað skyld- leika fólks varðar. Nú má segja að orðið sé langt mál en lítil niðurstaða. Rétt er það. Þetta er hins vega.r gott dæmi um þær gátur sem verða á vegi þeirra sem ættfræði stunda. Að lokum þessar staðreyndir: Magnús Helgason, f. um 1718, og kona hans Sigríður Gissursdóttir, f. um 1730, bjuggu í Orfirisey; hann til dauðadags 1785, hún var þar eitt- hvað eftir það, óvíst hve lengi (dó líkl. 1792). Þau eignuðust fimm börn sem ásamt afkomendum urðu svo að Örfiriseyjarættinni. Undirritaður hefur hug á að rekja upphaf hennar og a.m.k. eina grein hennar eftir 1801. Er það verk nokkuð vel á veg komið. Ef til vill orkar það tvímælis að lýsa.eiginleikum fólks. Mannssálin er svo margslungin og atgervi og hæfileikar manna eru ekki augljósir. Ennfremur að lengi skal manninn reyna og engan þekkir maður til hlítar. Þrátt fyrir það ætla ég hér að drepa á nokkra þætti í því fólki sem ég þykist þekkja til af Örfiriseyjarætt. Þegar tveir leggja saman, er ekki alltaf greinilegt hvað erfist frá hvorum. Kostir og g^llar verða því ekki bókfærðir á reikning annars foreldrisins eingöngu. Svo er það um fólk af Örfiriseyjarætt eins og fólk af öðrum ættum. Flestar ættir eru mjög blandaðar. Sumum höfundum hættir til að gleyma kostunum og nefna aðeins það neikvæða, stundum til þess að draga athyglina frá löstum annarra. Jafnvel umsagnir í prests- þjónustubókum eru síður en svo óvilhallar. Á hinn bóginn er það býsna algengt að fegra sumt fólk og heilar ættir og er það fallega gert í sjálfu sér. Það sem aflaga fer er síður til- greint í niðjatölum enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Reyndar hefur það of oft komið fyrir að gáleysislegar (eða viljandi) umsagnir hafa svert suma að ósekju. I því sambandi verður að minna á hið fornkveðna: "Sá yðar sem syndlaus er..." I fólki af Örfiriseyjarætt búa margir þættir og misjafnir enda tengd- ist þetta fólk snemma Borgfirðingum, Kjalnesingum, Árnesingum, Rangvell- ingum, Skaftfellingum og fólki af Norðurlandi vestanverðu. Þetta fólk er myndarlegt á velli, langlíft, skapmikið en viðkvæmt og tilfinninga- ríkt, listrænt, söngelskt, með mikið langlundargeð blandað óþreyju og afar duglegt og vinnusamt. Hinsvegar er það eilítið værukært, stundum laus tungan, nokkuð léttlynt ef ekki léttúðugt, ekki laust við að vera dálítið sérsinna, ekkert vínhneig^ara en gencur og gerist hér á landi.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.