Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1985, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1985, Blaðsíða 1
FRETTABREF TFRÆÐIFELAGSINS 4.tbl. 3.árg. Október 1985 FRAMTlÐARVERKEFNI Ættfræðifélagið hefur starfað í nokkra áratugi. Það hefur hlotið eldskírn og margskonar viðurkenningu bæði fyrir fræðslufundi og fyrir vandaðar útgáfur. Það hefur hlotið styrki frá Alþingi og þjóðhátíðarsjóði. Otgáfurnar eru manntöl, heildarmanntöl á Islandi, árin 1816 og 1818, 1801 og 1845, þau síðasttöldu um allt land. Síðasta bindið af manntalinu 1845 kom út sl. vor. Næsta manntal, sem félagið mun gefa út, er frá árinu 1910. Það verður með viðaukum Erfðafræðinefnd- ar. Aætlað er að fyrsta bindi þess komi út 1988. I vor sem leið fór stjórn Ættfræðifélagsins á fund borgarstjórans í Reykjavík Davíðs Oddssonar og lagði fyrir hann umsókn um fjárveitingu eða styrk til þess að gefa út elstu kirkjubækur Reykjavíkur. Tilefnið er 200 ára afmæli höfuðborg- arinnar á næsta ári. Borgarstjórinn tók erindi félagsins með miklum velvilja og skilningi og lofaði að greiða fyrir umbeðinni fjárveitingu við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar. Nú hefur formanni félagsins verið tilkynnt að það fái kr. 200.000 styrk á yfirstandandi ári. Þetta er mesti styrkur og sómi sem félaginu hefur hlotnast og sýnir ómetanlega vináttu og tiltrú. Eg vona að Ættfræðifélagið verði svo í stakk búið að því takist að gefa elstu kirkjubækur Reykjavíkur og e.t.v. fleici gögn frá elstu tíð varðandi íbúana í hinum forna Seltjarnarneshreppi sómasam- lega út. Það er nauðsynlegt að hið snjáða og breytilega letur verði fest örugglega og rétt á bókfell nútímans. Höfuðborg Islands verður sú fyrsta sem getur státað af því að eiga örugga, skjalfesta og trausta heimild um íbúa sína frá fyrstu tíð. Þessar heimildir fela einnig í sér sögu atvinnulífsins og félagslegar breytingar í sambandi við

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.