Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1985, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1985, Blaðsíða 3
- 3 - NIÐJATAL Ögmundar Andréssonar bónda að Hellu, Beruvík á SnæfelIsnesi, og konu hans Sólveigar Guðmundsdóttur. Þetta niðjatal tók Ingimar F. Jóhannsson saman. Efni bókarinnar er fjölritað á pappír af stærðinni A4. Bókin skiptist í þessa kafla: Formála, æviágrip, Hellu- bæinn, niðjatal, myndir, vísur, sýnishorn af rithönd, ættartölur, ættarmót og nafnaskrá. Oneitanlega ber á göllum í stíl og um nokkra endurtekningu er að ræða. En taka verður viljann fyrir verkið enda er kostnaður orðinn það mikill við útgáfu nú að þakka ber allt sem kemur þótt ófullkomið sé. Þessi bók verður eflaust kærkomin öllum sem til fólksins þekkja. Við þökkum Ingimari fyrir fram- tak og mikla vinnu. A.S. N? ÆTTFRÆÐIRIT KOMIN OT A ARINU Þriðja bindið af Ættarskrám Akraness eftir Ara Gíslason ættfræðing. Ætlunin er að tvö bindi komi út í viðbót. Þetta er mjög merkilegt ættfræðirit og gefur miklar og öruggar upplýsingar. Sögufélag Borgfirðinga gefur ritið út. Margar myndir eru í bókinni og eru þær af flest öllu fólki bókarinnar. Myndirnar eru yfirleitt vel prentaðar og vel skipað í lesefni. Sjöunda bindið af Borgfirskum æviskrám kom líka út í vor. Það tekur yfir nöfnin Kalman Stefánsson til Morten Ottesen. Bókin er skrýdd mörgum myndum eins og áður. Sögu félag Borgfirðinga gefur æviskrárnar út. Safnið er orðið eitt af þeim stærstu í landinu, traust og öruggt. Margt er mjög athyglivert við vinnubrögðin á útgáfu Borgfirskra æviskráa. Höfundarnir eru þrír: Aðalsteinn Halldórsson, Ari Gíslason og Guðmundur Illugason. Allir eru þeir frægir ættfræðingar. Samstarf þeirra hefur verið með miklum ágætum. I sumar kom út Niðjatal Sigurðar Þorbjörnssonar og Ingigerðar Björnsdóttur frá Króki í ölfusi. Höfundur er Magnús Þorbjörnsson. Hér er um að ræða snotra og vel gerða bók, skemtilega upp setta og vel unna. Nokkrar myndir eru í bókinni og er mikil prýði að þeim. Niðjatal Benjamíns Jónssonar og Katrínar Markúsdóttur á Hrófbjargarstöðum. Bókin er gefin út af ritnefnd, en Sveinbjörg Guðmundsdóttir Illugasonar sá um út- gáfuna. Bókin hefst á ættlegg frá Marteini Einarssyni biskupi. Bókin er skreytt myndum, bæði fjölskyldumyndum og myndum af einstaklingum. Jón Gíslason

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.