Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1985, Page 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1985, Page 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 5. tbl. 3. árg. Nóvember 1985 KYNNINGARDA6AR Það má telja til merkilegrar nýjungar að seinustu dagana í október var efnt til kynningar á Ættfræðifélaginu og útgáfubókum þess í Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstræti. Frumkvöðull þessa framtaks var Einar Egilsson gjaldkeri félagsins. Verslunarstjóri bókaverslunarinnar Benedikt Kristjánsson tók þessu verkefni mjög vel. Hefur ekki áður að ég held verið staðið jafn myndarlega að kynningu á Ætt- fræðifélaginu. I tengslum við þessa kynningu voru flutt þrjú merk erindi hvert á sínum degi. Bjarni Vilhjálmsson flutti erindi sem nefndist Gildi manntalsins 1845, Jón Gísla- son flutti erindi um "Reykvískar ættir frá 18. öld" og dr. Jens O.P. Pálsson um "Tengsl mannfræði og ættfræði." Ö11 þessi erindi voru fróðleg á sína vísu en voru ekki vel sótt. Hefur flutn- ingur þeirra farið fram hjá mörgum eða Ættfræðifélagsmenn ekki átt heimangengt. Hér á eftir fer partur af erindi Jóns Gíslasonar formanns félagsins. Eg rita þetta upp eftir segulbandi þannig að villur verða á minn reikning. A.S. FYRSTU IÐNAÐARMENN RYEKJAVlKUR "Með ritun kirkjubókanna á þessum árum varð til geysileg heimild um mörg atriði úr sögu Reykjavíkur; ekki eingöngu um ættfræði heldur hvernig greina má fólk etir atvinnustéttum, hvað það lærði og við hvað hugur fólkssins festist. Þetta var undirstaðan að því að hér kom upp iðnaðarstétt sem var nokkuð fjölmenn. Sumir af iðnaðarmönnunum urðu þekktir í þjóðfélaginu. Frá þeim eru komnir miklir áhrifamenn. Þegar líða tók á 19. öldina er einmitt ahyglivert að meiri hluti iðn- aðarmanna í Reykjavík er einmitt afkomendur fólksins sem flutti til Reykjavíkur á tímum Skúla Magnússonar. - Eg ætla að minnast á nokkra menn sem fluttust til Reykjavíkur til þess að vinna við Innréttingarnar. Þar er efstur á þlaði hjá mér Jafet Illugason frá Hruna í Hrunamannahreppi. Hann dó 1791. Hann er í sóknar- mannatali frá 1769 kalaður yfirskerari. Ætt frá honum er mjög fjölmenn, stundum kölluð Lóskeraætt. Hann giftist konu er hét Þorbjörg Eiríksdóttir. Qóttir be'frra var Ingveldur kona Einars Jónssoriar stúdents og kaupmanns en þaunvoEu foneitdrar Ingibjargar konu Jóns Sigurðssonar forseta. Sonur Ingveldar og Einars var Olafur prófastur á Stað á Reykjanesi vestra í Reykhólasveit faðir Þorláks 0. Johnsens kaupmanns sem stofnaði fyrirtækið O.Johnsen & Kaaber. Hann var frægur fyrir það að hann verslaði mikið við Englendinga og var mikill brautryðjandi í verslun hér í Reykjavík. Einnig var sonur Einars Guðmundur Johnsen prestur í Arnarbæli í ölfusi og annar sonur Jafet gullsmiður í Reykjavík. Frá þeim er einnig margt af merkisfólki komið. Næsta ætt sem ég ætla að minnast á er oftastnær kölluð Vefaraætt eða Teitsætt. Hún er komin frá Teiti vefara Sveinssyni. Hann var fæddur 1738, dáinn 1809.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.