Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1986, Side 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1986, Side 1
FRETT ABREF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS 1. tbl. 4. árg. Mars 1986 KYNNING ÆTTFRÆÐIRITA Ættfræðifélagið var stofnað m.a. til þess að auka kynni milli ættfræðinga. Tilgangurinn er margþættur én augljós. Ættfræði er ákaflega tímafrek grein. Ættfræði er mikið nákvæmniverk. Allt varðandi ættfræði verður að vanda. Vegna þess hve ættfræðirannsókn er tímafrek hefur margsinnis verið bent á nauðsyn þess að ættfræðingar láti félaga sína vita hvað verið er að rannsaka. Ættfræði tekur svo mikinn tíma að það er mjög mikil sóun á starfsorku að margir séu að kanna sama atriði. Þótt enginn sé óskeikull verður að treysta vandvirkni ættfræðinga. Vafaatriði verður að auðkennast. Villur má aldrei endurtaka ef um þær er vitað. Vegna þess sem hér hefur verið drepið á hefur í fréttabréfinu verið getið um æ fleiri ættfræðirit. Þetta hefur að vísu nokkuð farið eftir því hvað fyrir augu okkar hefur borið. Það er þó greinilegt að þeim höfundum fjölgar sem fá umsögn okkar. Sú umfjöllun er að sjálfsögðu ekki tæmandi. Það vita allir og til þess ætlast heldur enginn. Stjórn Ættfræðifélagsins vill gera betur í þessum efnum. Félagsmönnum er nú boðið að koma og kynna ættfræðirit sín þau kvöld sem fundir eru haldnir, réttara sagt áður en fundir hefjast. A tímanum frá 19:30 til 20:30 eru allir félags- menn hvattir til að koma til þess að kynna, og selja, verk sín. Eða annarra. Þá mætti einnig hugsa sér að menn gætu fengið keypt ljósrit, eftir pöntun og sérstakri aukagreiðslu, aldrei lægri en kr.200, af óútgefnu efni eftir félaga. Gæti þetta orðið vísir að aiiikiööii fróðleiksmiðlun sem mikil þörf er á. Stjórnin vonast til að þetta fyrirkomulag mælist vel fyrir. Eftir sem áður verður fréttabréfið opið fyrir fréttum af ættfræðiritum. Við munum með ánægju fjalla um allt slíkt efni sem okkur berst.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.