Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1986, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1986, Blaðsíða 3
- 3 - 1 formála getur Baldur þess að móðir hans, Katrín M. Magnúsdóttir, hafi kveikt hjá honum áhuga á að taka bókina saman. Færi vel á því að foreldrar almennt ræddu meira við börn sín um ætt og uppruna því að öll erum við afsprengi þeirra sem á undan eru gengnir. Ættfræðin stuðlar áreiðanlega að almennri mannþekkingu sem öllum er nauðsynleg bæði sjálfs sín vegna og annarra. 1 nafnaskránni sýnast mér fljþtt á litið vera um þúsund einstaklingar svo þarna er um auðugan frændgarð að gresja. A.S. UPPLYSINGAR vantar Ulrich Richter í síma 75947 hefur beðið okkur um aðstoð við að fá upplýsingar um eftirtalin atriði: Sig. Sigurðsson f. um 1778 í Vogi í Kolbeinsstaðasókn. Margrét Arnadóttir f. um 1759 Stóra Kálfadal sömu sókn. Þau voru bæði á Stóra-Hrauni 1801, Hruanholti 1816. Björn Andrésson f. um 1765 á Kaldárbakka í Hnappadalssýslu. Ragnheiður Jónsdótt- ir f. um 1776. Bæði á Snorrastöðum 1801, Hraunmúla 1820. Hverjir voru foreldrar Birgittu Þorvarðardóttur f. um 1763 í Stíflisdal, Þingv.hr.? Hver var kona Jóns Klemenssonar f. 1698 Öxnalæk, bjó á Núpi í ölfusi? Hverjir voru foreldrar Salvarar Ögmundsdóttir f. 1772, d. 23.3.1831? Hverjir voru foreldrar Borghildar Guðbrandsdóttur f. um 1765,frá Villingavatni, Hver var kona Sigorðar Helgasonar, Arbæ,Rvík, á lífi 1750?/01fljótsvatnssókn? Þetta er e.t.v. nokkuð langur listi en nú eru öll sem geta beðin um að láta Ulrich hafa þá vitneskju sem þeir búa yfir um þetta fólk. MERKILEGT ÆTTFRÆOIRIT Sl. sumar sendi Bókaútgáfan Sögusteinn frá sér ljósprentaða útgáfu af Ættatölubók Olafs Snóksdalínsættfræðings. Ljósprentað var eftir ientaki Jóns Péturssonar háyfir- dómara með nokkrum aukum hans, og síðar var handritið í eigu dr. Hannesar Þorsteins- sonar þjóðskjalavarðar og eru aukar hans líka prentaðir, en athugasemdir hans eru mjög merkar og mikilsvirði. Olafur Snóksdalín var mikill ættfræðingur og safnaði miklum fróðleik eins og þetta rit ber með sér. Eftir hann eru átta ættartöluækur, sjö varðveittar hér á landi og ein í Kanada. Sennilega er merkilegasta eintakið það sem Sögysteinn sendir frá sér í ljósprentun. Otgáfa þessi er mjög vönduð og vel gerð. Það er undravert hve iðnaðarmennirnir hafa áorkað með hreinsun á handritinu. Ljósprentunin er betri til lestrar en frumritið eins og það er nú. Viðbætur dr. Hannesar eru mjög skýrar, en hönd hans er fremur erfið til lestrar.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.