Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1986, Page 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1986, Page 1
FRETT ABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 2. tbl. 4. árg. Apríl 1986 HLUTVERK ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS Hlutverk Ættfræðifélagsins er að auka ættfræðilega þekkingu félagsmanna og ann- arra. Félagið hefur gert þetta með fundahaldi og útgáfu manntala. Einn liður í starfi Ættfræðifélagsins er útgáfa fréttabréfs. Af hagkvæmni- ástæðum var ákveðið að bréfið kæmi út fyrir hvern fund. Fréttabréfinu var m.a. ætlað að vera vettvangur fyrir félagsmenn til að koma á framfæri þekkingu sinni, einnig til þess að afla sjálfum sér þekkingar með fyrirspurnum. Félagsmenn sem sent hafa blaðinu efni má telja á fingrum annarrar handar. Hin höndin nægir þeim sem óskað hafa eftir upplýsingum. Þetta er bágborið ástand. Félagsmenn gætu nýtt sér fréttabréfið miklu betur. 1 þessu fréttabréfi verður enn gerð tilraun til að fá félagsmenn til að láta upplýsingar frá sér fara. Aðferðin er sú að birta ættartöflur félaga Ættfræðifél- agsins, þeirra sjálfra, foreldra eða barna, eða annarra skyldmenna. Við teljum að af slíkum ættartöflum megi margt læra. Við álítum að varla fari hjá því að svona töflur komi einhverjum að notum. Þetta er einnig ágæt kynning á félagsmönnum. 1 þessu blaði birtum við nokkrar ættartöflur sem sýnishorn af því hvernig þetta gæti verið. Eins og sjá má notfærum við okkur eyðublöðin sem félagið hefur látið framleiða handa félagsmönnum. Þau fást nú í blokkum, 25 stk. á kr. 75,oo sem er lágt verð. Að sjálfsögðu má hugsa sér aðra uppsetningu eftir því hvað fram á að koma eða hvernig rakið er. Dæmi um slíkt birtum við einnig. 1 þetlaskipti ríður ritnefndin á vaðið. Hæg eru heimatökin. Við beinum nú þeim eindregnu tilmælum til félagsmanna að þeir sendi okkur ættartöflur sínar eða skyld- menna sinna. Þær mega vera handskrifaðar eins og sjá má. Heppilegast er að nota svart blek af einhverju tagi. Það myndast best. Góðir félagsmenn! Það er ekki svo mikil vinna að skrifa svona ættartöflur. Sendið okkur töflur ykkar! Þær verða birtar við fyrsta tækifæri!

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.