Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1986, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1986, Blaðsíða 4
- 4 - F UNDARFRETTIR Aðalefni fundar Ættfræðifélagsins sem haldinn var 20. mars sK var erindi dr. Olafs Jenssonar um nýjungar í erfðarannsóknum. Að þessu sinni fjallaði dr. Olafur um erfðagalla sem orsakar veilu í tauga- og æðakerfi og leiðir til heila- blóðfalls fyrir aldur fram. Langt er síðan læknar urðu varir við afleiðingar gallans, en nú er unnið vísindalega að rannsóknum S eðli hans og orsök. Okkur skortir þekkingu til að fjalla nánar um erindi dr. Olafs en að því var gerður góður rómur. A fundinum var fjölmenni eins og jafnan þegar dr. Olafur flytur erindi sín á fundum Ættfræðifélagsins. MANNTALIÐ 1845 Sú þjónusta í þágu félagsmanna Ættfræöifélags- ins að senda þeim manntalsbækurnar heim burðar- gjaldsfrítt hefur mælst mjög vel fyrir. Þetta gerist með eftirgreindum hætti: 1. Félagsmaður hringir í einhvern stjórnarmanna og tilgreinir hvaða bindi manntalsins hann vill kaupa. Bréfleg pöntun er enn betri. 2. Að pöntun mðttekinni fær félagsmaðurinn sendan útfylltan gíróseðil. 3. Félagsmaður fer í banka eða póststofu og greiðir þá upphæð sem tilgreind er á gíró- seðlinum. 4. Pöntunin er afgreidd um leið og afrit af seðlinum hefur borist gjaldkera félagsins. 5. Starfsfólk póststofu tilkynnir kaupanda um sendinguna. Svona einfalt og útgjaldalítið er þetta. Við viljum hvetja félagsmenn til að kaupa öll bindi Manntalsins 1845, ekki aðeins handa sjálf- um sér heldur öðrum. Verð bókanna er nú sem hér segir: Suðuramt kr. 1.200,oo Vesturamt kr. 1.200,oo Norður- og Austuramt kr. 2.000,oo Athugið að öll eintökin saman fást nú í gjafa- umbúðum úr plasti og með fylgir stutt grein- argerð um manntalið eftir Bjarna Vil- hjálmsson fv. þjóð- skjalavörð. ***** Nú fást blokkir með 25 ættartréseyðublöðum á kr.75,oo til félagsmanna. Odýrara en ljósritun!!! FÉLAGSFUNDUR veröur haldinn að Hótel Hofi, Rauóarárstíg 18 fimmtudaginn 17. apríl 1986 kl. 20,30. Dagskrá: 1. Formaöur setur fund. 2. Erindi: Jón Gíslason, formaöur, fjallar um kirkjubækur Reykjavikur og upphaf ritunar þeirra. 3. Umræður 4. önnur mál. Stjórnin. Húsið verður opnað kl. 19,30 fyrir félagsmenn sem kynna vilja það sem þeir eru að starfa að. Einnig er ætlunin að á þessum tima frá kl. 19,30 til 20.30 liggi frammi nýútkomin ættfræði- rit og upplýsingar um þau frá útgefendum. Manntölin verða til sölu fyrir félagsmenn eins og venjulega. FRÉTTABRÉF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS. Otgefandi: Ættfræðifélagið, Pósthólf 829, 121 REYKJAVÍK. Ritnefnd/ábyrgðarmenn: Arngrímur Sigurðsson, Keilufelli 2, 111 REYKJAVlK, s. 78144, og Einar Egilsson, Digranesvegi 56, 200 KÖPAVOGUR, s. 40763.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.