Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1986, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1986, Blaðsíða 2
-2- Ættarskrá Hér að ofan er ættarskífa sem er lykillinn að því talnakerfi sem notað er í ættarskránni. Guðmundur Jensson gefur dæmi um þetta á næstu blaðsíðu. Karlar bera jafnar tölur en konur oddatölur. Faðir finnst með því að tvöfalda tölu sonar eða dóttur en móðir ber tölu sem er einum hærri en tala föður. Forfeður og formæður í kvenlegg eru rakin út frá #3, en forfeður í karllegg frá #2. Maki systkina ber ekki sérmerkingu. Afkomendur systkina eru taldir strax á eftir þeim. Fyrsta tala segir til um stöðuna í ættarskránni ( á ættarskífu eða ættartöflu ). Punktur er hafður á eftir þessari tölu. Talan fyrir aftan punktinn gefur til kynna röð í systkinahópi. Síðan kemur bandstrik. Fyrsta talan fyrir aftan bandstrikið táknar barn viðkomandi og um leið fjölda þeirra (systkinaröð). Fari fjöldi barna í tveggjastafatölu er hafður punktur á eftir. Næsta tala táknar barnabarn og svo áfram.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.