Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1986, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1986, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 4. tbl. 4. árg. Júlí 1986 AÐALFUNDUR ÆTTFRÆÐIFELAGSINS Aðalfundur Ættfræðifélagsins var seint og um síðir haldinn fimmtudaginn 3. júlí 1986. Jón Gíslason formaður félagsins og Einar Egilsson gjaldkeri fluttu skýrslur sínar. Þær voru báðar samþykktar einróma. Jón Gíslason var endurkjörinn formaður án mótframboðs og öll stjórnin líka. Hana skipa: Bjarni Vilhjálmsson, Einar Egilsson, Elísabet Arndal og Arnína Guð- mundsdóttir. Endurskoðendur voru kjörnir Guðjón Oskar Jónsson og Konráð Bjarnason. Akveðið var að hafa árgjaldið óbreytt, þ. e. 250 krónur. Samþykkt var sú breyting á lögum félagsins að 3. gr. þeirra hljóðar nú þannig: "Aðalfund skal halda í janúar ár hvert, og miðast reikningsár við almanaksárið [lýkur 31. des.]. Argjald er ákveðið á aðalfundi." Ritnefndin verður að öllum líkindum óbreytt. Að loknum aðalfundarstörfum flutti hinn kunni útvarpsþulur og fræðimaður Pétur Pétursson bráðskemmtilegan pistil um menn og málefni með ættfræðilegu ívafi. Var gerður mjög góður rómur að erindi Péturs. Vonandi getum við birt eitthvað af efni þess við tækifæri. Að máli Péturs loknu tóku nokkrir félagar til máls og var það allt í léttum dúr. Pétur hafði einnig meðferðis nokkrar gamlar ljósmyndir sem hann sýndi fundarmönnum. Jón Gíslason og Einar Egilsson gerðu grein fyrir áætlaðri skemmtiferð um Njálu- slóðir. Að sönnu hafa víst flestir ef ekki allir félagsmenn farið slíka ferð, en vonast er til að í ferð Ættfræðifélagsins komi fram ættfræðilegur fróðleikur sem fólk ekki vissi um áður. Inni í opnu þessa fréttabréfs er birt landakort af því svæði sem farið verður um.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.