Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.1986, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.1986, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS 5.tbl. 4. árg. September 1986 ÆTTFRÆÐIFERÐIN Fyrsta ættfræðiferðin sem Ættfræðifélagið stendur fyrir var farin 19. júlí sl-«. og þótti takast mjög vel. Farið var víðar en ferðaáætlunin gerði ráð fyrir, m.a. var stansað S Krossi og Krosskirkja skoðuð, farið var upp að ÞingSkálum ogheilsað upp á Valgeir Sigurðsson og hellar voruð skoðaðir við Ægissíðu. Þrátt fyrir þessa viðbót stóðst tímaáætlunin nokkurn veginn. Komið var til Reykjavíkur um kl. 19:30. Veður var milt og gott, farkostur var góður. Leiðsögumennirnir Jón Gíslason, Sigurður Sigurðarson o§ Oskar Qlafsson, Alftarhóli, stóðu sig með prýði. Þeir fléttuðu saman ættfræði, staðfræði og sögu á skemmtilegan hátt. Auk þeirra lögðu þátttakendur í ferðinni orð 1 belg. Þegar er farið að ræða um næstu ferð. FÉLAGATALIÐ Félagar eru minntir S, að frestur til að skila viðbótum og breytingum í nýja félagatalið rennur út 25. þ.m. Þegar hafa margir sent inn upplýsingar um áhuga- svið og útgáfur. Því fleiri sem svara þeim mun gagnlegra verður félagatalið. FYRIRSPURN Er einhver sem veit um uppruna og ætt Teits Þórðarsonar sem skv. mannt. 1801, bls. 403, er sagður fátækur bóndi að Mosfelli í Mosfellssveit. F. 1756. E.ti;v. hét býli hans Hitta. - Kona hans var Astríður, f.1752, dðttir Ingimundar I Byggðarhorni, Magnússonar af Arnesingaættum. Dætur 1801: Matthildur,4, og Kristín, 7, sem síðar varð kona Magnúsar Jónssonar b. í V-Skaft., f. 1805. - I Vestur- Skaftfellingum Björns Magnússonar, 111,36, er Kristín sögð f. 1792 dóttir Teits Þórðarsonar frá Seli á Seltjarnarnesi. Eg yrði þakklátur fyrir upplýsingar. Gunnar B. Guðmundsson, Freyvangi 15, Pósthólf 77, 850 HELLA. TÖLVUR 0G ÆTTFRÆÐI Við fáum æ fleiri fyrirspurnir um ættfræðiforrit enda fer þeim fjölgandi sem taka tölvur í notkun til þess að geyma í upplýsingar. Haraldur Guðbergsson, Grýtubakka 4, sími 76916, hefur mikinn áhuga að komast í samband við þá félaga sem til þessara mála þekkja.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.