Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Page 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Page 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 7. tbl. 4. árg. Nóvember 1986 Indriði IndriSason; Hugleiðing um gildi ættfræðirannsókna. - Flutt á fundi í Ættfræðifélaginu,18.september 1986 - Skemmtunar- og áhugaefni manna eru margbreytileg eins og mennirnir sjálfir og mjög mismunandi jákvæð eða uppbyggjandi fyrir manninn sem einstakling. Sum áhugaefni eru eingöngu til skemmtunar að kallað er, en önnur af öðrum toga spunnin, en flest veita þau þó iðkendum sínum ótaldar ánægjustundir og eru jafnframt leið til þroska og menntunar með ýmislegum hætti. Eitt af því sem stundum er nefnt tómstundagaman og grúsk er að fást við ættfræði; það hefur einnig hagnýta þýðingu,og kem ég að því síðar, en um þetta grúsk ætla ég að fjalla í stuttu máli. Þetta spjall er eiginlega fremur miðað við áheyrendur sem lítið þekkja til þessara hluta, þeim til fræðslu. Þeirrar fræðslu þarfnist þið ekki,sem allflest eruð etv. altekin af bakteríunni; en þó kynni svo að vera,að þið mættuð hafa af þessu rabbi einhverja skemmtun og hæfir þá ekki að hafa lengri formála. Ýmsir álíta að ættfræði-athuganir sé lítið annað en aðeins nöfn og ártöl og geti það því ekki falið í sér mikla skemmtun og því síður hagnýtt gildi. Þessir grúskarar séu bara skrítið fólk sem sé að eltast við einhver stórmenni eða hexðarfólk (eins og eitthvað sé til af því),sem það geti komið sér saman í ætt með, - en svo er margt sinnið sem skinnið og sannindi þess máltækis eru okkur ætt- fræðingum máske ljósari en sumum öðrum. Ég er þannig gerður,að ég get ekki hugsað mér skemmtilegra tómstundaefni eða starf en að fást við ættfræði,og get því tekið undir með föður mínum, en hann kastaði fram þessari stöku á ungum aldri: Ef það væri að sveitar=»sið, svoleiðis lífi að haga, ættartölur yndi ég við alla mína daga. - =•= En faðir minn var bóndi á Fjalli í Aðaldal og átti heima í þeirri sveit alla ævi. Og hver er svo hvatinn að þessari leit okkar og grúski? Hver er maðurinn, og hverra manna? Hvaðan er hann? Hvað starfaði

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.