Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 6
-6- sem þett fólk bjó, skiljum við Stephan G. einkarvel,er hann segir: " Ég skil hví vort heimaland hjartfólgnast er, öll höppin og ólánið það er ættkvísl vor beið, rifjar upp fyrir þér, hver árhvammur, fjallströnd og vað. Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar sem hreystiraun einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sé manni þó skyld sem mæðrum og feðrum er vígð.” Hvert spor sem við stígum í huganum aftur í fortíðina,og sérhver upprifjun alþýðlegra fræða er við færumst í fang, gerir okkur lang- sýnni á það er fyrir fótum okkar liggur. Þeim mun meira sem við vitum um liðna tímann, þeim mun meiru getum við miðlað hinum ókomna tíma og þeim atburðum er hann felur í sér. Skoðun mín og niðurstaða nokkurrar reynslu er sú, að stundun þessara fræða og þekking á þeim, geri okkur ættræknari,Þjóðræknari, glöggskyggnari á lífið. Geri okkur haldbetri þátt í þjóðlífsheildinni og þekking á þessum fræðum geri okkur hæfari til að lifa í landinu. Við verðum hlutgengari til þess að skapa heilbrigt og öfgalaust þjóðfélag, sem á sér skjöld og hlíf í þjóðarmetnaði sem byggður er á erfðum og atvinnuháttum fortíðar í samruna við nútíma lífshætti. FRÆNDGARÐUR oq ÆTTMEIÐUR eftir BJÖRN MAGNOSSON. Otgefandi: LEIFTUR hf. Við gerum ráð fyrir því, að margir félagar í Ættfræðifélaginu kannist við hin merku rit dr. Björns Magnússonar. Arið 1981 kom út eftir hann bókin Frændgarður og 1985 bókin Ættmeiður. Tilefni þess að við minnum á þessar bækur nú er það, að nú stendur félögum Ættfræðifélagsins til boða að kaupa þessar bækur á félagsverði. Hjörtur Þórðarson forstjóri Leifturs hefur boðið okkur þetta. Þegar þetta er ritað hefur verðið ekki verið ákveðið, en það verður tilkynnt þegar það liggur fyrir. 1 formála fyrir Ættmeiði segir Björn Magnússon meðal annars: "En um formæður sínar vilja margir hnýsast, ekki síður en um forfeður, og því taka menn saman áatöl og framættir. Þar sem niðjatölin eru rakin niður frá tveim einstaklingum hvert um sig, eru framættirnar raktar upp frá einstakling eða systkinum bæði í karlleggi og kven- leggi, svo langt og víða sem til næst. En hver einstaklingur á sér tvö foreldri, sem síðan á sér tvö foreldri, o.s.frv., svo að talan tvöfaldast með hverjum ættlið. Og nú er reynt að halda öllu til haga, í allar áttir og svo langt sem heimildir finnast. Það væri ógerningur, ef ekki kæmu til sögunnar sömu ættleggirnir aftur og aftur, og þá nægir að vísa á milli. Miklu varðar, að það sé gert greinilega og auð- skiljanlega. Jafnframt leiðir af þessu, að bráðlega, þegar komið er fáa ættliði upp á við, verða fyrir hendi ættleggir, sem fjöldi manna á sameiginlega, og jafnvel næstum allir Islendingar, þegar kemur fáar aldir aftur í tímann." Framhald á bls. 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.