Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 1
FRETTABREF 'TFRÆÐEPELAGSINS l.tbl. 9. árg. Febrúar 1991 Kveðjuorð frá formanni Eins og undirritaður lýsti yfir eftir stjómarkjör á síðasta aðalfundi, er það ekki ætlun mín að gegna lengur störfum sem formaður félagsins en út þetta kjörtímabil. Á aðalfundi þann 28. þ.m. verður því kosið um nýjan formann, auk þess sem vænta má annarra breytinga á stjóminni. Það hefur verið mér ánægja að leggja hér hönd á plóginn að rífa félagið upp úr þeirri ládeyðu, sem það var komið í, þegar núverandi stjóm var kjörin til starfa í nóv. 1989. Félagslífið fór að ganga með eðlilegum hætti, almennir fundir haldnir reglulega, fundasókn hefur verið með ágætum og félagsandi góður. Stjómin hefur haldið ótal fundi og verið samhent í skipulagningu starfsins og afgreiðslu verkefna sinna. Meðal helztu verka, sem komið hefur verið um kring, er flutningur bóka- lagers félagsins á einn geymslustað, þar sem húsnæði var tekið á leigu (að Melgerði í Kópavogi; það verk hvíldi mest á gjaldkeranum, Þórami B. Guðmundssyni, með aðstoð Hólmfríðar varaformanns); fjármálunum hefur verið komið í gott horf og Þórarinn unnið mikið starf í því efni, auk þess að hafa umsjón með afgreiðslu félagsbókanna, innheimtu félagsgjalda og endurnýjun á áskriftarlistanum. Þorri stjómarmanna hittist reglulega til að pakka niður fréttabréfinu og merkja umslögin; það er alltaf nokkurra tíma verk, einhæft, en skemmtilegt í góðum hópi. Nýtt félagatal var tekið saman, að því vann fyrst og fremst spjaldskrámefnd félagsins, en Magnea Ingibjörg Ólafsdóttir á þar sérstakar þakkir skildar fyrir mikla vinnu. Af nefndum félagsins hefur Útgáfunefnd vegna Manntals 1910 án efa unnið mest starf: yfir 400( vinnustundir hafa verið lagðar fram, í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf í þágu félagsins. Ég vil færa frú Hólmfríði Gísladóttur sérstakar þakkir, en hún og maður hennar Eggert Thorberg Kjartansson hafa verið burðarásinn í þessum virka starfshópi. Um starf nefndarinnar og Manntalið 1910 sérstaklega er fjallað á næstu blaðsíðum (þ.e. greinargerðir, sem fylgdu umsókn um styrk úr Vísindasjóði). Að lokum færi ég stjómarmönnum kærar þakkir fyrir samstarfið. Kristínu Guðmundsdóttur ritara þakka ég vel unnin störf, svo og Önnu Guðrúnu og Sigurgeiri, sem sitja í varastjórn félagsins og hafa tekið fullan þátt í störfum stjómar. - JVJ. Hver er framtíð Fréttabréfs Ættfræðifélagsins? í rúmt ár hefur Fréttabréf Ættfræðifélagsins verið unnið á tölvu og prentað á leysi- prentara með ágætum prentgæðum. Ég bauðst til þessa verks af sjálfsdáðum og hef ekki séð eftir því, enda hef ég lært ýmislegt af þessu. En slíkt sjálfboðastarf hefur lagzt ofan á aðra vinnu í þágu félagsins, og ég hafði ekki hugsað mér ritstjómina til frambúðar. Nú hverf ég að öðmm verkefnum, og þá blasir við spumingin: Verður eitthvert framhald á útgáfunni í sambærilegri mynd? Viljum við færa okkur aftur á bak á vélritunarstigið? Eða viljum við borga sérstaklega fyrir tölvusetningu (til viðbótar við kostnað af offsetfjölritun, sem er um 14-15.000 kr. á hvert tölublað, og 15-16.000 kr. í burðargjöld og umslög)? Eða fást einhverjir til að vinna þetta í sjálfboðavinnu? Ég hef unnið fréttabréfið á Macintosh-SE-tölvu, en félagið á enga slíka. Ég mun afhenda félaginu tölvudisk með öllum "skjölum", sem félagið varða (bæði fréttabréfið, stjómarfundi, bréfaskrif o.fl.); á gmndvelli þeirra er auðvelt að halda áfram hliðstæðri vinnu. En hver býður sig fram til starfsins? Það er aðkallandi að leysa úr þessu án tafar - ella gæti fréttabréfið í núverandi mynd liðið undir lok. Ég hef áhyggjur af þessu og skora því á félagsmenn að koma undirbúnir með einhverja lausn á þessu máli á fundunum 14. og 28. þessa mánaðar. - Jón Valur Jensson.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.