Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Side 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Side 3
3 og eins, og eru það mikilsverðar upplýsingar, sem orðið geta fræðimönnum ný og aðgengileg uppspretta frekari athugana og samanburðar við aðrar heimildir (t.d. fasteignabækur 1915, 1932, 1942 og 1957) um hús og híbýli á landinu. Reykjavík, 1. desember 1990, Jón Valur Jensson, cand. theol., formaður Ættfræðifélagsins. Greinargerð með umsókn Ættfræðifélagsins um styrk frá Vísindaráði Fyrirhuguð útgáfa allsherjarmanntalsins 1910 er einn liður í áratuga löngu starfi Ættfræðifélagsins að útgáfumálum á þessu sviði. Áður hafði félagið gefið út þrjú manntöl: frá 1816 (og þar um bil), 1801 og 1845* - samtals um 3900 bls. að stærð. Það nýja verkefni, sem félagið hefur nú tekizt á hendur í samvinnu við Erfðafræði- nefnd og Þjóðskjalasafn, verður viðamesta verk þess hingað til. Áætlað er, að verkið fylli sjö bindi í stóru broti, enda er mun ýtarlegri upplýsingar að finna í manntalinu 1910 en í fyrri manntölum, sem útgefin hafa verið, svo sem lýst verður frekar á öðru fylgiblaði. Þar að auki er ólíku saman að jafna um heildarmannfjölda á þessum manntölum: Á fyrsta manntali á íslandi, árið 1703, töldust landsmenn vera 50.368, árið 1801 voru þeir 47.240 og 1845 58.558. Árið 1910 hafði lands- mönnum fjölgað verlega, voru þá 85.183. Af því má ráða, hversu fyrirferðarmikið þetta verk hlýtur að verða miðað við fyrri manntöl. Manntal 1845 var gefið út í þremur bindum, samtals um 1540 bls., og manntalið 1910 gæti með sama móti orðið allt að 4000 bls. Þar að auki verður vafalaust reynt að gefa út nafnalykil við verkið, enda er það unnið á tölvu og sjálfsagt að færa sér í nyt, að tiltölulega einfalt mál er láta tölvuna raða upp nöfnum í stafrófsröð. En slíkir nafnalyklar hafa reynzt ómet- anleg hjálpargögn þeim, sem nota manntölin.** Um gildi manntala ræðir dr. Bjami Vilhjálmsson, þáv. þjóðskjalavörður, í formála að Manntali á fslandi 1845: Manntöl hafa margvíslegt gildi, bæði hagnýtt, vegna stjórnsýslu, einkum fyrst eftir að þau eru tekin, og sagnfræðilegt, þegar frá líður. Öll manntöl eru mikilsverðar heimildir við ættfræðirannsóknir. Hvar sem ættfræði kann að verða skipað í flokk fræðigreina, verður því með engu móti neitað, að hún er nauðsynleg hjálpargrein annarra fræðigreiná, svo sem sagnfræði (ekki sízt hagsögu), mannfræði, erfðafræði og ýmissa greina læknavísinda. * Manntal á íslandi 1816, Ak. og Rvík 1947-1974, I.-VI. hefti, 1080 bls. Manntal á íslandi 1801 I-III, Rvík 1978-80, alls um 1260 bls. Manntal á íslandi 18451-III, Rvík 1982-85, alls um 1560 bls.(sbr. einnig um Manntal 1703 síðar í textanum). ** Út hafa komið tveir nafnalyklar (báðir teknir saman af dr. Birni Magnússyni, fyrrum guðfræði- prófessor): Nafnalykill að Manntali á íslandi 1801 (326 bls., Rvík 1984, útg. Sögusteinn-bókaforlag) og Nafnalykill að Manntali á íslandi 1845 (alls fimm bindi, 1579 bls., útg. Offsetfjölritun hf.). Þar að auki eru til nafnalyklar við Manntal á íslandi 1703 (fyrst og fremst verkið Index to Icelandic Census 1703 & 1729, sjö stór bindi, eintak af því verki er á Þjóðskjalasafni) og nafnalyklar að Manntali 1816 í nokkrum sýslum landsins, en Ættfræðifélagið mun væntanlega beita sér fyrir útgáfu nafnalykils 1816 með samvinnu við þá fræðimenn, sem hafizt höfðu handa við verkið hver á sínum báti.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.