Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 4
4 (Hér má og nefna, að manntalið 1910 mun ekki hvað sízt geta vakið áhuga yngra fólks á ættum sínum, þar sem eldri manntöl eru of fjarri þeim í tíma til að unnt sé að stökkva beint yfir í þær heimildir; en ættfræðiáhugi verður svo gjarnan kveikjan að áhuga fólks á íslenzkri sögu.) í eftirmála við Manntal á íslandi 1816 getur dr. Bjarni um gildi manntala á fleiri sviðum, m.a. í málfræði (nafnfræði)***, og bætir svo við: Þau [þ.e. manntölin] eru merkileg heimild um byggðasögu og dreifingu aldursflokka mannfjöldans á hverjum tíma. Minna má á, að mannfjöldafræði (demografía) er vísindagrein, sem er æ meira sinnt síðustu áratugina." Áhugi yfirvalda á útgáfu íslenzkra manntala hefur fyrst og fremst komið fram í því, að það var Hagstofa íslands, sem stóð að útgáfu Manntals á íslandi 1703 (ásamt manntali 1729 í þrem sýslum). Var það mikið að vöxtum, 650 bls., tvídálka (Rvík, 1924-47). Hefði mátt ætla, að framhald yrði á ríkisútgáfu íslenzkra manntala, en í reynd hefur Ættfræðifélagið tekið þessar útgáfur upp á arma sína og unnið geysi- mikið verk að undirbúningi þeirra, með vélritun upp úr frumskjölunum, saman- burði við frumrit, undirbúningi undir prentun, ritun skýringa, prófarkalestri o.s.frv. Hefur það verk jafnan verið unnið í sjálfboðavinnu (samanber formála og eftirmála við áðurgreind manntöl), en síðan komið til stuðningur frá opinberum aðilum eða sjóðum við sjálfa útgáfuna. Enn sem fyrr leggja Ættfræðifélagsmenn fram krafta sína í sjálfboðavinnu við undirbúning þessa manntals. Útgáfunefnd vegna manntals 1910 hefur starfað frá 1989 og kemur saman tvisvar í viku í húsakynnum Þjóðskjalasafns ásamt völdum samstarfsmönnum, en að jafnaði eru það fimm til sjö manns, sem vinna að þessum handritasamanburði í 5-7 klst. á viku. Ekki er farið fram á styrk til að launa þennan starfshóp, heldur til greiðslu á útlögðum kostnaði, s.s. við ljósritun, ferðir og sérfræðivinnu, ef nauðsynleg reynist, auk beins útgáfukostnaðar. Svo mikið verk, sem hér er um að ræða, er Ættfræði- félaginu algerlega um megn fjárhagslega án stuðnings annarra aðila. Með tilliti til fræðilegs og þjóðmenningarlegs gildis þessa verkefnis þykir stjórn Ættfræðifélagsins bæði eðlilegt og brýnt að leita stuðnings við það úr sjóði Vísindaráðs. Reykjavík, 1. desember 1990, Jón Valur Jensson, cand. theol., formaður Ættfræðifélagsins. Gott dæmi um gagnsemi íslenzkra manntala fyrir nafnfræði eru hinar áhugaverðu rannsóknir og greinaskrif Guðrúnar Kvaran og Gísla Jónssonar, fyrrv. menntaskólakennara á Akureyri, á íslenzkum nafnasiðum. Þær rannsóknir byggjast umfram allt á íslenzkum manntölum (og nafnalyklum við þau) og upplýsingum frá þjóðskrárdeild Hagstofu íslands. Áður höfðu nokkrir fræðimenn sýnt þessu efni áhuga, s.s. Sigurður Hansen (þáttur um nöfn íslendinga 1855 í Skýrslum um landshagi á íslandi), prófessor Ólafur Lárusson (sjá rit hans, Nöfn íslendinga 1703...., í Safni til sögu íslands..., 2. fl., II.2, 1960), Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri (sjá rit hans íslenzk mannanöfn - nafngjafir þriggja áratuga, 1921- 1950 [ásamt samanburði við nöfn íslendinga 1910], 120 bls., Rvík 1961, Bókaútg. Menningarsjóðs) og ennfremur dr. Hermann Pálsson (bók hans, íslenzk mannanöfn, Rvík 1960). Þar að auki gaf Hagstofa íslands út ritið íslenzk mannanöfn samkvæmt manntalinu 1. des. 1910.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.