Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 5
Lítil athugasemd I haust var ég aðeins að athuga upphaf Breckmannsættar [útg. á Akranesi 1982; höf. Ari Gíslason]. Sá ég þá, að þar vantar barnsmóður Páls Bjarna- sonar Breckmanns. Einar sonur hans er sjö ára fósturbarn í manntalinu 1801 og er á Reynivöllum í Kjós, en ég fann hann fæddan í Reykjavík. Einar Pálsson, f. 14. apr. 1794 í Landakoti, móðir: Arndís Jónsdóttir. Hún var skírð 28. apr. 1758 í Mýrarhúsum, dóttir Jóns Magnússonar, bónda í Mýrarhúsum og svo í Landkoti, og k.h. Höllu Sæmundsdóttur. Læt ég svo niðja Páls Breckmanns og Arndísar Jónsdóttur um að leita betur. Hólmfríður Gísladóttir. Af Norðlendingum (bréf til félagsins) Ég sendi ykkur hér með ljósrit úr DV frá 25. okt. 1990. Ég lít á ættfræði- síðuna, þegar ég sé blaðið, sem er ekki reglulega. Þar hef ég þó þrívegis rekizt á sömu röngu ættfærsluna og birtist í þessari grein og er að mig minnir upphaflega komin úr Ættum Skagfirðinga. I greininni stendur: "Móðir Magnúsar [b. í Klömbrum, Björnssonar] var Sigurlaug Arngríms- dóttir, b. á Hrafnabjörgum, Runólfssonar ... Móðir Arngríms var Björg Arngrímsdóttir, sýslumanns á Laugum í Reykjadal, Hrólfssonar." En þar á að standa: "Sigurlaug (í Haga í Aðaldal) var Arngrímsdóttir frá Stóru- Laugum í Reykjadal, Björnssonar bónda þar, Arngrímssonar sýslumanns s.st., Hrólfssonar." - Björn var bróðir Bjargar í Hafrafellstungu, og var því eðlilegt, að þar kæmi Arngrímsnafnið líka. Þriðja systkinið var Páll á Víkingavatni. Annað dæmi vil ég biðja menn að leiðrétta hjá sér. í bókinni Svarf- dælingar, II. bindi, bls. 324, er sagt, að sámkvæmt ættartölu hafi Björg Einarsdóttir gifzt Guðmundi Guðmundssyni á Bakka. Þar er sleginn sá varnagli, að ekki sé vitað, hver sá var eða á hvaða Bakka, en hann hverfur þegar þetta er endurtekið í Ljósmæður á íslandi í þætti Guðrúnar Jónsdóttur frá Reykjahlíð. Þessi tengdasonur hennar hét Guðni Sigurðs- son og var járnsmiður, og bjuggu þau Björg á Bakka í Fnjóskadal 1838- 1843. Eftir lát Bjargar kvæntist Guðni Maríu Þorgrímsdóttur, og var Ásgrímur Jónsson listmálari sonarsonur þeirra. I bókinni Myndir og minn- ingar er kafli aftast um ættir Ásgríms. Einnig má benda á þátt Benjamíns Sigvaldasonar, Afi listamannsins, í öðru bindi Sagnaþátta hans. Akureyri, 8. nóv. 1990, Hjörtur Arnórsson.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.