Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Qupperneq 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Qupperneq 6
6 Góð viðbrögð lesenda vegna fyrirspurnar um Guðrúnu Guðmundsdóttur í Grímsnesi Þrír menn hafa haft samband við mig eða skrifað fréttabréfinu vegna tveggja Guðrúna Guðmundsdætra í Grímsnesinu, sem spurt var um í síðasta tölublaði (þar sem birt var ófullgerð ættartala Steinunnar Tómas- dóttur). Hafa nú komið fram upplýsingar um báðar þessar Guðrúnar og ættir þeirra, auk leiðréttingar á einni ættfærslu og aðrar viðbótar- upplýsingar við ættartré Steinunnar Tómasdóttur. Fyrstur hafði samband við mig Kristinn Júlíusson, útibússtjóri á Selfossi, sem upplýsti eftirfarandi: Guðrún Guðmundsdóttir yngri (nr. 5 á ættartrénu), kona Finns Finnssonar frá Kaldárhöfða, andaðist í Hólakoti 30. ágúst 1889 sam- kvæmt bréfabók hreppsnefndar Grímsneshrepps. Börn hennar eru þá talin: Tómas Finnsson, tómthúsmaður í Hafnarfirði (hann átti fjölda barna), Jón Finnsson, "kominn til Ameríku," og Jóhanna Finnsdóttir, "vinnukona á Reykjanesi í Grímsnesi, myndug." Ég þakka Kristni þessa ábendingu. Þá barst mér eftirfarandi bréf frá Halldóri Gestssyni á Flúðum: Til athugunar um Guðrúnar nokkrar Guðmundsdætur úr Grímsnesi (sbr. fréttabréf, nóv. 1990) 1. Ásbjörn Ásbjörnsson frá Ketilvöllum í Laugardal, Jónssonar, bjó í Mýrarkoti á Kjalarnesi 1860. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir bónda, síðast á Snorrastöðum, Þorleifssonar, og konu hans Katrínar Jónsdóttur frá Hjálmsstöðum. Guðrún þessi var systir Kristínar konu Kolbeins Eyjólfssonar í Kollafirði, en Kristín var vissulega dóttir Guð- mundar Þorleifssonar. - Svo segir í Snókd. bls. 1455, líklega með hendi Jóns Péturssonar? 2. Guðrún Guðmundsdóttir, d. 30. júní 1831, dóttir Guðmundar Guð- mundssonar á Bjarnastöðum og k.h. Guðrúnar Olafsdóttur, dó 4 ára 23. febr. 1836. Er hún þar með úr sögunni. 3. Þá er eftir ein Guðrún Guðmundsdóttir, sem var í Grímsnesi og allar líkur benda til, að hafi verið kona Finns Finnssonar. Hún var fædd 13. marz 1828 í Austurey í Miðdalssókn, dóttir Guðmundar Tómassonar frá Helludal og k.h. Þórunnar Stefánsdóttur frá Neðradal. Þau bjuggu í Austurey 1820-1832 og á Þórustöðum 1832-1845 eða lengur. Það er eflaust

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.