Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 9
Rúða 61: Jódís Þorsteinsdóttir, kona Ófeigs Sigmundssonar, fædd 1725, dóttir Þorst. Bergþórssonar, Bakkarholti í Ölfusi 1729. Rúða 13: Guðrún Guðmundsdóttir [sú eldri, sem spurt var um]. Hún er gift á Snæfoksstöðum 1835, en hefur slitið samvistum við mann sinn. Hún er ekkja á Snæfoksstöðum 1840, 1845 og 1850. - Jón, maður Guð- rúnar, verður ekki skilgreindur. Hann er ekki í Klausturhólasókn 1835 né nærliggjandi sóknum. - Foreldrar Guðrúnar Guðmundsd. voru Guð- mundur Sigurðsson, f. 1757, bóndi Klausturhólakoti 1801, og k.h. Ingibjörg Erlendsdóttir, f. 1758. Ekkert veit ritari um ættir þeirra ennþá. Rúða 12: Jón Magnússon, annar tveggja bræðra. Þessi grein á að falla burt, því að hvorugur þeirra er faðir Guðm. Jónssonar (í rúðu 6). - Jón yngri, f. 1820, varð merkisbóndi á Snæfoksstöðum, sjá ísl. æviskrár, VI. bindi. Magnús, faðir hans, er þar reyndar ranglega nefndur Jónsson [á að vera Hjörtsson]. 7. jan. 1991, Guðjón Óskar Jónsson. Eins og lesendur sjá, hefur hér verið leyst vel og skilmerkilega úr fyrirspurnum mínum. Ég þakka viðkomandi kærlega fyrir og hvet lesendur til að láta sér þetta til hvatningar verða að bera fram fleiri fyrirspurnir í fréttabréfinu. - JVJ. "Aðgát skal höfð" Fréttabréfinu hefur borizt skorinort bréf frá dr. Fríðu Sigurðsson, heiðursfélaga Ættfræði- /élagsins. Stjórn félagsins þótti hæpið að birta bréfið í heild sinni vegna óviðurkvæmilegra fullyrðinga í því. Bréfið er auk þess óþarflega langt, rétt hefði verið að stytta það nokkuð, en hér verður farið að kröfum dr. Fríðu, - heiðursfélaginn skal ekki þurfa að kvarta yfir því að hafa ekki málfrelsi hér í blaðinu, telji hún skrif sín vera málstaðnum til góðs. - Nokkrum athugasemdum hef ég bætt við neðanmáls að gefnum tilefnum. - Ritstjóri. Ég játa á mig glæpinn, þótt ég skilji ekkert í þessari léttúð minni, nema ég sé orðin gömul og elliær. Ég hafði gert mér aðvörunarmerki við bæinn Fljótshóla í mann- tali 1801 vegna hins háa aldurs húsfreyju, en vanrækti að fletta þar upp, þegar ég sá Mt. 1816. Á Eyjólfur Jónsson á ísafirði því fullan rétt á að leiðrétta mig og þakkir skildar fyrir upplýsingar sínar. Hefði ég fagnað því, ef hann hefði látið í ljós meira af þessari sérþekkingu sinni um hin flóknu kvennamál bóndans í Fljótshólum, sem notfærir sér framhjáhald sitt til þess að kæra eiginkonu sína, losna við hana og giftast yngri konu. Og hefði það sannarlega ekki komið að sök, ef hann hefði látið vita af þessari sérþekkingu fyrr, ættfræðifélögum sínum til fróðleiks. Er þó liðinn góður tími, síðan manntölin komu út á prent. En óskiljanlegt er mér, af hverju Eyjólfur Jónsson lætur sér ekki nægja að leiðrétta mig, heldur úthúðar mér, kallar yfirsjón mína hrapalegan misskilning og hreint rugl og lýkur þessum skömmum með þeirri innantómu ósk, að vonandi

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.