Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 10
10 væri, að aðrar leiðréttingar mínar, er birtust í sama blaði, standist eitthvað betur! Er þessi ósk alveg út í hött, a.m.k. virðist hann ekki hafa fundið ástæðu til að skamma mig meira. Þetta er nú í fyrsta skipti, að mér hefur orðið skyssa á, þótt ég hafi sökkt mér niður í íslenzka ættfræði í fleiri áratugi. Hef ég oft látið í ljós ósk mína um gagn- rýni, viðbætur og fyrirspurnir, og hafði ég sannarlega boðið upp á höggstaði í þeim fimm pésum, sem ég gaf út 1985, og í þeim fimm til tíu mínútna frásögnum, sem Einar Egilsson hafði beðið mig um til þess að lífga upp á fundarhaldið. Jón Valur Jensson, hinn nýkjörni formaður Ættfræðifélagsins, sýnist mér vilja uppfylla ósk ísfirðingsins. Hann talar reyndar um réttmæta viðleitni mína að vara við oftrausti á upplýsingar aðalmanntala um aldur fólks og fleira. "Og fleira" - það eru rangir fæðingarstaðir, rangtalin hjónabönd, rangtalin börn "þeirra", ótalmargar leiðréttingar mínar á íslenzkum æviskrám, á Stranda- mannabók og á bókum Björns Magnússonar, þó bara hluti af leiðréttingum sé nefndur. Hef ég þó ekki komið auga á eina einustu leiðréttingu Jóns Vals sjálfs. "Oft getur skýrum skotizt," segir Jón með skáldlegu orðbragði, en hann nefnir ekki eitt einasta dæmi, þar sem mér hefði "skotizt".* Enda ekki langt síðan hann með auðsærri athygli hlustaði á útskýringar mínar, að Sigurður Gíslason á Hanka- stöðum, faðir Andrésar þar og Erlends á Sperðli [í Landeyjum], hafi reyndar verið prestssonur úr Landeyjum, en ekki sonur sr. Gísla Eiríkssonar formanns á Krossi, eins og stendur svart á hvítu í Sýslumannaæfum. Og ekki minntist Jón Valur þá á þá kröfu sína, að ég skyldi leggja fram skírnarvottorð Sigurðar Gíslasonar og syst- kina hans!## Ekki er heldur langt síðan Jón Valur gerði mig að heiðursfélaga og það án þess að láta mig vita af þessu### og á móti vilja mínum, svo að ég tók það ráð að sitja kyrr heima, þegar útnefningin átti að fara fram. Eitthvað virðist Jón Valur þó vilja draga úr hinum hörðu orðum ísfirðings- ins með því að birta tvær athugasemdir mínar. Hann gerir þó lítið úr hinum svo mörgu mismunandi heimildum um fæðingarár Katrínar Ormsdóttur og ekkert úr þeim grófu mistökum, að Sigurður Klængsson milli áranna 1800 og 1801 ekki eltist um eitt ár, heldur yngdist um fulla tvo áratugi.#### Væri það ekki virðulegt viðfangsefni fyrir ættfræðikennara og forstjóra Ættfræðiþjónustunnar að komast til botns í því, af hverju Sigurður Klængsson yngdist á einu ári um fulla tvo áratugi? Jón Valur er þó ánægður með það, sem ég segi um þennan Sigurð Klængs- son. Þetta lof á ég ekki skilið. Hef ég ekki gert mér sérstaka ferð upp á Þjóðskjala- safnið hans vegna, heldur kannast ég við þennan mann, systkini hans og foreldra, # Dæmið liggur fyrir í 6. tbl. Fréttabréfsins og réttilega afgreitt af Eyjólfi Jónssyni í nóvemberheftinu, bls. 3. Ég hef ekkert gefið í skyn um að dr. Fríðu skjöplist í öðrum atriðum, ég veit að hún vill vinna vísindalega í sinni ættfræði, en er ekki mannlegt að skjátlast? Það er einmitt þess vegna, sem við verðum að styðja rannsóknir okkar með samanburði heimilda og sniðganga ekki hinar áreiðanlegustu frumheimildir. Ennfremur verður fólk að skrifa skýrt og skipulega, svo að skiljist. (Þess vegna sleppti ég því í síðasta tbl. að birta sumt af skrifum dr. Fríðu, sem hún kvartar yfir hér á næstu bls.). - Ritstj. (allar neðanmálsgreinar eru hans). ## Engar prestsþjónustubækur eru til úr Landeyjum á 17. öld. ### Stjórn félagsins stóð einhuga að kjöri dr. Fríðu og annarra heiðursfélaga. Enginn þeirra var spurður álits fyrir fram, enda ekki við hæfi; hins vegar var þeim öllum tilkynnt um ákvörðunina nokkru fyrir afmælisfundinn 22. febr. 1990, þar sem heiðursskjölin voru afhent. Dr. Fríða mætti ekki, en tók við skjalinu síðar úr hendi formanns. #### Ég get ekki setið undir þessum fáránlega misskilningi dr. Fríðu. Lesið fréttabréfið, 7. tbl., bls. 4. Þar er augljóst öllum, sem skilja vilja, að ég tek undir orð doktorsins um aldursskekkjurnar og geri ekki lítið úr þeim nema síður sé.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.