Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Síða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Síða 11
síðan ég fyrir langa löngu fylgdist með Klængsnafninu í móðurætt Halldórs Laxness langt aftur í aldir. Ætlast Jón Valur í alvöru til þess, að ég í hvert skipti, þegar ég verð vör við mismunandi upplýsingar í manntölum, fái mér ferð upp á Þjóðskjalasafnið, bíði þar eftir að komast að tæki og fari að snúa spólunum, þangað til ég rata á frum- heimildimar?+ Hefur Jón Valur nokkurn tíma reynt að komast fyrir villu í manntölum?++ Það hef ég þó gert, en aðeins í eitt skipti. Ég sýndi útgefanda manntalsins 1801 svart á hvítu í prestsþjónustubók Oddasóknar frá 1798, að Jódís Þorgautsdóttir dó og var grafin á þessu ári, en skráð lifandi í mt. 1801. Árangurinn varð enginn. Jódís finnst ennþá skráð lifandi í mt. 1801, athugasemdarlaust. Ekki get ég fallizt á þá kröfu Jóns Vals Jenssonar að þurfa að gera grein fyrir heimild hverrar einustu upplýsingar. Meðan ekkert annað er tekið fram, hlýtur ártalið 1801 alltaf að eiga við manntalið, en 1800 við sóknarmannatalið. Mér er ekki ljóst, af hverju Jón Valur birtir ekki leiðréttingu mína á Syðri- Brúnavöllum í Ólafsvallasókn, 1816, bls. 320. Þar er Ingimundur Sigvaldason talinn 38 ára, en var 1801 31 árs vinnumaður í Skálholti. 1816 er hann kvæntur maður, og eru "þeirra börn" þá þessi: Þóra, 14 ára, fædd í Skálholti í Biskupstungum. Guðlaug, 9 ára, f. í Vesturkoti við Ólafsvelli. Vilborg, 8 ára, f. í Vesturkoti við Ólafsvelli. Jón, 6 ára, f. í Vorsabæ á Skeiðum. Það ætti nær blindur maður að sjá, að Þóra var ekki "þeirra" barn, enda læt ég þá skýringu fylgja, að Ingimundur átti Þóru 1802 með Þorbjörgu Erlendsdóttur, sem 1801 var vinnukona í Skálholti, 23ja ára. Hefði ég átt að bera þessa upplýsingu fram á silfurfati?+++ Er ætlazt til of mikils, að sá, sem kynni að hafa áhuga á þessu fólki, slái sjálfur upp þeim heimildum, sem ég bendi á? Mér er ljóst, að formaður Ættfræðifélagsins er afskaplega tímabundinn. Hann hefur ekki getað svarað í símatíma sínum allt sumarið 1990, og hann hefur ekki getað stjórnað fundi, af því að hann þurfti að fara á dansæfingu með eiginkonu sinni.++++ En skyldi hann einhvern tíma hafa tíma afgangs, þá mæli ég með því, að hann beri saman manntalið 1801 við samsvarandi kirkjubækur. Ég er búin að liggja á spítala síðan 3. nóvember 1990. Póstur til mín hefur legið heima hjá mér síðan og ekki borizt mér fyrr en á aðfangadagskvöld. Ég hef því + Já, ef hún ætlar sér að birta "niðurstöður" sínar sem einhvem stórasannleik í fræðilegri umræðu, þar sem hún vefengir opinberar heimildir og lætur dreifa þessum "leiðréttingum" til annarra ættfræðinga. ++ Að sjálfsögðu - það hafa flestir gert, sem rekast á misræmi í manntölum um aldur manna, sem er mjög algengt og jafnvel svo, að skeikar heilum áratug eða meira. Eins til að finna réttan fæðingarstað o.s.frv. +++ Enn leyfir dr. Fríða sér að bera þessa fullyrðingu fram með algerlega ófullnægjandi hætti og án þess að tilgreina hina betri heimild. Ef hún hefur gert sér ferð á Þjskjs. til að fletta upp í prestsþjón- ustubókinni, af hverju kemur það þá ekki fram hjá henni, t.d. með því að gefa upp fæðingardag Þóru? Vera má, að blindir "sjái" skekkjuna í Mt. 1816, en öðrum er hún alls ekki augljós. ++++ það er varla samboðið virðingu félagsins, að formaður þurfi að sitja undir og svara þessu ómál- efnalega hnútukasti í fréttabréfinu, eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu fyrir félagið, ekki sízt frétta- bréfið, sem hann hefur alfarið séð um (svo sem t.d. að setja þessa grein dr. Fríðu). Ætlast hún virkilega til þess að formaðurinn sitji við símann allt sumarið? Að sjálfsögðu fór ég í sumarfrí um tíma, en tók reyndar á mig skráningu flestra í sumarferð félagsins, og fjölda annarra símtala hef ég svarað og hringt fyrir félagið, auðvitað án borgunar. Varðandi þann fund, sem formaður fór af vegna dansnámskeiðs, kl. hálftíu að kvöldi, þá var það í fullri velvild fundarmanna, enda algengt í sögu félagsins, að formaður feli öðrum að gegna fundarstjóm. Það er hjákátlegt að þurfa að eyða tíma í að afsaka sig gagnvart svona hvimleiðu rugli og langsóttu háði, sem á sér enga stoð nema í gremju þess, sem á pennanum heldur.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.