Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 12
12 ekki getað svarað árásum á mig fyrr en nú, en ætlast samt til þess, að þetta bréf mitt birtist - óbreytt og óstytt - í næsta fréttablaði.+++++ Skyldi það ekki gerast, mun afrit af því verða sent til birtingar í dagblöðunum. í desemberlok 1990, dr. phil. Fríða Sigurðsson, Borgarspítala, 6A. Niðjatal Guðrúnar og Þórðar, Steindyrum í Svarfaðardal Árið 1988 gaf Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal út Niðjatal Guðrúnar Björnsdóttur og Þórðar Jónssonar frá Steindyrum í Svarfaðardal, 1. hefti. Verkið er 186 bls., í Skírnisbroti eða heldur stærra, með fjölda mynda og prentað á myndapappír. Gísli Pálsson ritar formála að verkinu, og á eftir fylgir grein um Guðrúnu og Þórð eftir Hjört Eldjárn Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal. Þórður, sem var fæddur 1858, var bóndason frá Brautarhóli í Svarfaðardal, en átti ættir að rekja inn með Eyjafirði og inn í Hörgárdal. Guðrún kona hans, f. 1862 í Syðsta-Samtúni í Kræklingahlíð, var heimasæta í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, þegar þau voru gefin saman 1881. Þau bjuggu 18 ár á Steindyrum og eignuðust tíu börn. Yngsta barn sitt fæddi hún 1906 og andaðist sjálf sex dögum síðar af barnsfararsótt. Barnið var skírt við kistu móður sinnar og hlaut nafnið Árni Benóný; síðara nafnið er hebreskt og útleggst "sorgarsonur" og mun stundum hafa verið gefið drengjum, sem misst höfðu móður við fæðingu eða föður fyrir fæðingu. - Hjörtur rekur sögu þeirra hjóna og lýsir Þórði og persónueinkennum hans. Er allt gott um það að segja, en ættfræðingar hefðu vonazt eftir ýtarlegri greinargerð um framættir þeirra hjóna og jafnvel ágripi af frændgarði þeirra. Eftir þessa inngangsþætti hefst niðjatalið, og er byrjað á að rekja frá tveimur elztu dætrum Þórðar og Guðrúnar: Dórótheu, fyrrum húsfreyju á Þverá í Svarfaðardal og víðar, og Jóhönnu, sem lengst af var húsfreyja á Blönduósi. Þá er komið að Sesselju Þórðardóttur, sem var ein systirin, en á undan niðjatali hennar er sérstakur æviþáttur um hana og mann hennar, Pál Jónsson frá Sauðanesi í Húnavatnssýslu, eftir Guðmund Jósafatsson. Það sem eftir er bókarinnar, rekur svo afkomendur Þórðar og Guðrúnar frá Sesselju og þeim yngri systkinum hennar, sem komust til fullorðinsára, en þau voru Gunnlaug, sjómannsfrú á Ólafsfirði, Jón, verzlunarmaður hjá KEA á Akureyri, Bjöm, verzlunar- og skrifstofumaður hjá KEA, og Árni, skólastjóri Hagaskóla í Reykjavík. Ættin er tiltölulega fámenn, fjöldi uppkominna niðja og maka þeirra losar fjórða hundrað. Meðal þekktra manna af ættinni má nefna dr. Hermann Pálsson prófessor, Pál S. Pálsson hrl. og son hans Pál Arnór lögfræðing, Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra og tvo bankastjóra, Svein Jónsson og Halldór Guðbjarnason. í bókarlok er nafnaskrá. Sá hængur er á henni, að hún er ekki höfð í stafrófsröð. Einnig vantar þar nöfn yngstu niðjanna, þeirra sem ekki eru með sérstaka æviskrá, en aðeins nefndir hjá foreldrum sínum. Nafnaskrá í ættfræðibók ætti ævinlega að ná yfir öll nöfn, sem koma þar fram, þannig er mest gagn af henni. Þetta ritverk hefur bæði augljósa kosti og galla umfram flest önnur niðjatöl. Kost- irnir eru fyrst og fremst ýtarlegar og fjörlega skrifaðar æviskrár um hvern og einn, með myndum af velflestum (aðeins börnum og unglingum sleppt, en þau eru nefnd hjá foreldr- um sínum). í æviskránum er ekki aðeins rakið lífshlaup með menntunar- og starfsferli, heldur einnig félagsmálaafskipti, ritstörf og áhugamál hvers og eins, sem kært hefur sig um að veita þær upplýsingar. Og fleira fylgir til að krydda málið. - Makar (inngiftir) fá einnig +++++ þgssa kröfu dr. Fríðu hef ég uppfyllt, en hef orðið að leiðrétta nokkrar málvillur, án þess að hnika nokkurs staðar til merkingu. Með þessari athugasemd er ég ekki að gera lítið úr færni dr. Fríðu í íslenzku máli - hún hefur betra vald á íslenzkri tungu en flestir útlendingar, sem ég þekki. - Að lokum bið ég hana vel að lifa og taka gagnrýni mína og okkar Eyjólfs beggja ekki sem "árás" á persónu hennar (ég hef alltaf borið virðingu fyrir dr. Fríðu og hæfileikum hennar), heldur sem óhjákvæmilegar leiðréttingar á fullyrðingum, sem hún setti á blað að vanhugsuðu ráði. - Ritstj.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.