Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1991, Blaðsíða 13
sams konar æviskrá með mynd af sér. Allt þetta gerir Niðjatal Guðrúnar og Þórðar að veigameira riti en algengast er um niðjatöl. Myndimar em nær undantekningarlaust skýrar, og má geta þess í framhjáhlaupi, að þama virðist um mannvænlegt fólk að ræða, enda kemur í ljós í æviskránum, að þama er margt hæfileikafólk, sem hefur látið til sín taka, og óvenjumargir, að mér sýnist, með góða framhaldsmenntun. Stærsti gallinn á verkinu er sá, að ekkert skipulagt merkjakerfi er notað um niðjana, enginn þeirra er merktur með ættliðatákni af neinu tagi, og sambandið milli niðjanna (skyldleiki) er því mjög óljós, þar til maður hefur náð - með mestu varkárni - að rekja saman ættir þeirra gegnum hugsanlega fjölda blaðsíðna. Eins er frekar óþægilegt, að enginn greinarmunur er á æviskrá fyrir niðja Þórðar og Guðrúnar og hins vegar maka niðjanna; maður gæti því tekið slíka maka sem niðja, hafi maður ekki lesið vel æviskrámar. Jafnvel þótt þessi ágalli hefði verið látinn standa, hefði mátt bæta mikið úr með því að draga upp einfalda(r) ættarskrá(r) til yfirlits aftast í verkinu eða á undan niðjatalinu. Það hefði gert verkið miklu ljósara og jafnframt lífgað upp á annars mjög góða bók. Verkið virðist að öðru leyti vel og skipulega unnið, kappkostað að ná sem nákvæm- ustum og ýtarlegustum upplýsingum, en ekki get ég lagt dóm á það, hvort prentvillu- púkinn hefur náð að spilla þessari samantekt eins og svo mörgum öðmm ættfræðibókum, í dagsetningum og öðm. Þó er mér það til efs að lestri loknum. Hafi Gísli Pálsson þökk fyrir áhugavert rit, og megi framhald á verða. - J.V.J. Hugtök í ættfræði Amgrímur Sigurðsson hefur sent okkur hugleiðingu sína um hugtök í ættfræði, sem birt er á næstu blaðsíðu. (Vegna tímaleysis hef ég ekki sett það á tölvuna, heldur notazt við hans tölvuprentun, sem ætti þó að vera læsileg.) Ég þakka honum tilskrifið, en vil gjarnan setja fram athugasemdir við sumt í máli hans. Notkun hugtaka í fræðum er oft samkomulags- atriði, um annað kann gömul og gegn málvitund að vera bezti leiðarvísirinn. Stundum komast í notkun hugtök, sem em ósköp neyðarleg eða með lítt "gagnsæja" merkingu, en halda áfram í málsamfélaginu af óviðráðanlegri þrjózku. - í ættfræðinni hefur nokkuð borið á misræmi í hugtakanotkun. Sérstaklega finnst mér það eiga við um orð eins og ættartala og ættarskrá. Á 20. öld hefur orðið "ættartala" nær alfarið verið notað um forfeðratal (áatal), en áður fyrr var jafnvel algengara að nota orðið um niðjatöl (afkom- endatöl) heldur en forfeður. Sbr. að s.k. "ættatölubækur" Espólíns og Snókdalíns em fyrst og fremst niðjatöl frá stórhöfðingjum, t.d. frá ofanverðum miðöldum og fram yfir 1800. Ég hef reynt að koma því inn í fólk, að ættartala sé nú orðið hugtak um forfeðratal og nota beri það í þeirri merkingu einni. (Hugtakið áatal finnst mér ekki hljóma jafn-vel og ættar- tala.) Nú vill Amgrímur breyta þessu og gera orðið ættartala á ný að hálfóljósu eða almennu hugtaki, sem nær yfir hvort tveggja, "andstæðumar" áatal og niðjatal. Við þurfum að heyra álit fleiri félagsmanna á þessu. Ætt(ar)skrá hefur vissulega verið notað um niðjatöl (sbr. Ættarskrá sr. Bjama Þor- steinssonar og Ættarskrá Bjarria Hermannss. eftir Ara Gíslason), en síður um áatöl manna, þótt Amgrímur vilji (meðal annars?) skilgreina ættarskrá sem "stutt form á áatali". Ég hef aðallega haft í huga ættarskrár eins og þær, sem dr. Jón Þorkelsson gaf út og kallaði því nafni í ritinu íslenzkar ártíðaskrár (ættarskrámar vom endurútgefnar af Bókaskemmunni undir heitinu 25 ættartölur); ennfremur birtir Trausti Ólafsson margar ættarskrár í lok Kollsvík- urættar, og í ritsafninu íslenzk fornrit em margar (og vel unnar) ættarskrár. En þvílíkar ættarskrár má ýmist líta á sem niðjatal eða áatal, eftir því til hvorrar áttar er horft (niður eða upp), gjaman aðeins með vissu úrvali úr ættinni, ellegar með mestri áherzlu á frændsemis- tengsl (sem þurfa ekki öll að vera gegnum einn forföður á ættarskránni, fleiri geta komið þar við sögu, óskyldir hver öðmm). Dæmi um ættarskrá í þessari merkingu er ættarskrá Vigdísar forseta og Elísabetar Englandsdrottningar í 5. tbl. fréttabréfsins 1990. Að lokum tvær athugasemdir, sú fyrr kannski óþörf: Orðið niðji (niður) merkir auðvitað meira en aðeins dóttir eða sonur, þótt sú skilgreining standi í lista Amgríms.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.