Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Síða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 3. tbl. 9. árg. Maí 1991 Almennur félagsfundur í Ættfræðifélaginu 11.04.1991. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum. * Gísli Agúst Gunnlagusson sagnfræðingur flutti viðamikið erindi um lifnaðarhætti fólks á s.l. öld og fram á þessa öld. Fróðlegt erindi um hagi þessa fólks, búhokur, hjúskap, hjúskaparhömlur, barneignir utan hjónabands, frjósemi þess, barneignir vinnukvenna með húsbændum sínum giftum sem ógiftum. Möguleika fátæks fólks að stofna til hjúskapar og komast yfir jarðnæði til búskapar. Flutnings þessa fólks úr sveit til þéttbýlis,og bann við öreiga giftingum, svo eitthvað sé nefnt. * Gísli Agúst,lauk máli sínu með þeim orðum, að skilningur sagnfræðinga um heimildir ættfræðinga til rannsókna þeirra væru mikilvægar. Benti hann á bágar aðstæður hjá Þjóðskjalasafninu, og að sagnfræðingar og ættfræðingar ættu að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur í þessum efnum. Þórarinn B Guðmundsson kynnti tvær bækur: Niðjatal Björns Eysteinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur og Niðjatal Guðmundar Loftssonar bónda, Holtum, Mýrum. Á fundinum lögðu Sigurgeir Þorgrímsson og Jón Valur Jensson fram eftirfarandi tillögu: Almennur félagsfundur í Ættfræðifélaginu 11. apríl, 1991, skorar á menntamálaráðherra og stjórn þjóðskjalasafns, að sjá til þess að opnunartími Þjóðskjalasafns verði lengdur alla virka daga til kl. 19.00. Ættfræðifélagið væntir þess að þetta verði gert án þess að opnunartími verði styttur á öðrum tímum. Hér er um brýnt nauðsynjamál að ræða fyrir ættfræðinga, sagnfræðinga og fleiri fræðimenn, einkum þá sem nota stopular stundir utan vinnutíma til fræðiiðkana. Ættfræðiáhugi hefur stóraukist á undanförnum árum, og því þarf opinber þjónusta að aukast að sama skapi til að koma á móts við þarfir þessa fólks fyrir upplýsingasöfnun og heilbrigða gefandi tómstundaiðju. Tillagan var samþykkt samhljóða.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.