Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 3
3. Guðmundur og Auðbjörg á Hala misstu fjögur börn ung, auk eins er fæddist andvana. Síðast tvíbura f. 28.2.1846. Það ár er auð síða fyrir dánardægur í prestþjónustubók, en þá mun Auðbjörg hafa dáið, 37 ára að aldri. Guðmundur giftist aftur 6.6.1848 Margréti Jónsdóttur er áður getur, en sambúð þeirra var stutt, Hún dó 8.6.1849, 22ja ára að aldri, sonur þeirra var Jón á Hnappavöllum, f. 26.3.1849 d. 1936 ókv. og bl. Þriðja kona Guðmundar var Valgerður Magnúsdóttir frá Kelduholti. Var hún eins og Margrét 21. árs við giftingu, 23.5.1851. Synir þeirra voru Magnús, f.25.4.1852, d. 10.4.1870 og Guðmundur, f.29.7.1856, d.5.12.1869. Guðmundur faðir þeirra dó 5.1.1856 og ólust þeir upp hjá vandalausum. Margrét Jónsdóttir, sem nefnd var í upphafi þessa pistils, var systir Kristjáns föður Benedikts í Einholti. Þessi leiðrétting felur í sér að afkomendur Guðnýjar Guðmundsdóttur eru ekki skyldir afkomendum Benedikts í Einholti vegna frændsemi við hann. En skyldleiki er óbreyttur við við konu hans, Alfheiði Sigurðardóttur, en amma hennar Auðbjörg Sigurðardóttir á Brunnum, systir Guðmundar á Hala. Ari Jónsson, Langholtsvegur 177, Rvík. Ath. í manntölum 1816 og 1845 er Auðbjörg Þorsteinsdóttir skráð Iðbjörg Þorsteinsdóttir f. 9.7.1809 á Felli og í kirkjubók, þegar hún á börn sín. \ Leiðrétting: Við gerð síðasta tölublaðs misritaðist nafn Eggerts Thorbergs í útgáfunefndinni. Eggert er Kjartansson, og er hann hérmeð beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Ritnefnd. Sumarferðalag: Til stendur að fara í sumarferðina í júlí og verður farið um Árnessýslu. Nánari upplýsingar um ferðatilhögun og kostnað verða væntanlega sendar félagsmönnum í júní. Stjórnin.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.