Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 4
4 Úr munnleqri qevmd um uppruna Strandarkirkju í Selvoqi. Erindi Konráðs Bjarnasonar, flutt á félagsfundi 6.des. 1990. Fyrir langalöngu siðan gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á skipi því er hann sjálfur réði fyrir. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar. Segir nú ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi á hafi úti á leið sinni til íslands. Lendir hann þá í háska af völdum sjávargangs og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir. Heitir hann því í örvæntingu sinni að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að heiti þessu unnu birtist honum sýn í líki ljósengils framundan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið er hann stýrir eftir. Segir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan malarkamp var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr fórnarviðunum. Undirritaður hefur fært arfsögn þessa til leturs eins og hann heyrði hana úr munnlegri geymd Guðrúnar Jónsdóttur, sem var húskona hjá foreldrum hans í Þorkelsgerði í Selvogi. Söguna heyrði undirritaður Guðrúnu segja mörgum sinnum á uppvaxtarárum sínum í Þorkelsgerði er hann var 10-13 ára að aldri. Síðan eru liðin rúm 60 ár. Guðrún Jónsdóttir var fædd 5. janúar 1853 og kom til búskapar síns með Árna Árnasyni, bónda og smið í Þorkelsgerði, árið 1883. Árni var þá ekkjumaður eftir örstutt hjónaband með Guðrúnu Grímsdóttur frá Nesjavöllum. Árni var frá 5 ára aldri uppeldissonur Ólafs hreppstjóra og bónda í Þorkelsgerði, Jónssonar, en Ólafur var kvæntur Kristínu Jónsdóttur, prests að Vogsósum, Vestmanns.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.