Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 6
6 verða ekki lengur greind. Hinn ábyrgi stjórnandi hins veikburða kaupfars (knarrar) sendir þá út fórnarákall sitt til hins volduga, sem ræður yfir ógnvekjandi höfuðskepnum sköpunar sinnar. Hann stýrir, hlýðinn og hugfanginn, haffari sínu eftir æðri leiðsögn í mynd 1jósverunnar, sem leiðir hann milli boðaskerja til mjúklegrar lendingar í sandvík milli sjávarklappa, er síðar heitir Engilsvík. Þar var fórnarfarmi hans auðveldlega á land komið. Þessi arfsögn máir út þá rökvillu, sem lengi hefur loðað við munnmælin um Strandarkirkju, að skipstjóri á útgerð Skálholtsbiskups (Staða-Árna) á 13. öld hafi getað, í áheiti, gefið sem fórnargjöf skipsfarm er hann átti ekki sjálfur, sem og um brotlendingu í brimgarði eins og sjá má í málverkum. Margir hafa glímt við að leysa gátuna um tilurð Strandarkirkju, einkum á hvaða tíma í kristnisögunni hún var á grunn sett. Þar á meðal eru tveir þjóðfrægir mektarmenn, þeir dr. phil. Jón Þokelsson, þjóðskalavörður og skáld, og Jón Helgason, prófessor og biskup, en hafa þó báðir orðið að gefast upp. í framhaldi af samantekt þessari er viðeigandi að koma á framfæri útdrætti úr hugleiðingum þeirra. í Lesbók Morqunblaðsins 17. janúar 1926, er að finna grein eftir dr. Jón Helgason biskup undir fyrirsögninni "Um Strönd og Strandarkirkju." Upphaf greinar biskups hefst á öðru erindi í ljóði Gríms Thomsens, "Strandarkirkja," og er á þessa leið: Gissur hvíti gjörði heit guði hús að vanda, hvar sem lífs af laxareit lands hann kenndi stranda. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir því hvað Grímur er að fara I kvæði þessu ef hann á við Strandarkirkju í Selvogi, því að í næstu erindum er hugsýn skáldsins tengd "Hafnarskeiði" og að grunnur kirkunnar sé gljúpur og laus,

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.