Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1991, Blaðsíða 7
7 samanber lokaerindi kvæðisins. Hugsýnar-skekkja skáldsins felst í því að umhverfi Strandar í Selvogi var á tíð Gissurar hvíta gróðri vaxið land allt að sjávarkampi. Og var svo í höfðingjatíð Strandar allt fram á 17. öld. Jón biskup Helgason gerir þó ráð fyrir því að Grímur eigi við Strandarkirkju því hann segir: "Svo kvað Grímur Thomsen í ljóðum sínum um Strandarkirkju." Hefi ég ekki annars staðar, það ég man [segir biskup], rekið mig á þá sögn, að Gissur hvíti hafi fyrstur gert kirkju á Strönd í Selvogi. Vitanlega er ekkert til fyrirstöðu að þetta sé rétt hermt þó söguleg rök vanti fyrir því. Gissur á í hafvillum og sjávarháska að hafa unnið guði Það heit, að hann skyldi kirkju gera, þar sem hann næði heill landi. Hafi hann tekið land á Strönd og því reist þar kirkju þessa. Önnur saga hermir að Árni nokkur hafi reist kirkju á Strönd af sömu hvötum og Gissur á að hafa gert. Og enn heldur biskup áfram á þessa leið: " Að þessu víkur séra Jón Vestmann, er prestur var í Selvogsþingum 1811-42, í vísum um Strandarkirkju, sem prentaðar eru í Blöndu, 1. b. bls. 332-45": Það hef ég fyrst til frétta, frægra jafningi Árna för ásetta efndi úr Noregi íslands til en óvíst hvar stofu flutti valinn við til vænnar byggingar. Hreppti hríðar strangar, hörku vinda los útivist átti langa, ánauð, háska, vos; heit vann guði í þrautum þá kirkju byggja af knörrs farmi ef kynni landi ná Framhald í næsta fréttabréfi

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.