Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Síða 1
FRETT ABREF rFRÆÐIFELAGSINS 5.tbl.9.árg Okt. 1991 Almennur félagsfundur í Ættfræðifélaginu 16.05.1991. Gestir fundarins voru Már Jónsson sagnfræðingur og Friðrik Skúlason tölvufræðingur. Úrdráttur úr erindi Más Jónssonar um "Stóradóm". Hóf hann erindi sitt á því að segja frá þungum refsingum vegna sifjaspella frá 1545-60. Sem dæmi um refsingar nefndi hann 40 daga upp á vatn og brauð, ekki neyta fisks eða kjöts á vissum dögum, ekki að koma í kirkju, hvorki bera vopn eða skrúðklæði, helst að klæðast lörfum, ekki að sækja samkomur, ekki að baðast eða skera hár sitt, maríubænir ótal sinnum. Eftir siðaskiptin urðu mikil umskipti. Konungur réri að því í 4 ár að koma á líflátshegningu vegna sifjaspella og skírlífsbrota. Hinn nýi lagabálkur var kallaður "Langidómur" hann var kveðinn upp af 20 mönnum sem lögmennirnir Eggert Hannesson og Páll Vigfússon skipuðu að fyrirlagi Páls Stígssonar. Hæsta refsing var líflát samkvæmt "Stóradómi" fyrir önnur brot sem ekki þóttu jafn saknæm konu stighækkandi sektir, vandarhögg og húðlát, eignarmissir og útlegð. Sá munur var gerður á karli og konu í þessum sökum að dauðadæmdir karlar skulu hálshöggvnir en konum drekkt. Með "Stóradómi" var veraldarvaldinu fengið dómsvald í stað kirkjunnar áður. Var ekki farið að dæma eftir þeim að fullri hörku fyrr en eftir 1590. Næstu tvær aldirnar voru tugir karla og kvenna líflátnir eftir ákvæðum "Stóradóms" síðasta aftakan vegna blóðskammar var 1763. Það kom m.a. fram í erindi Más, þó þungar fésektir væru vegna hjúskaparbrota og sifjaspella dróg það ekkert úr barneignum utan hjónabands, t.d. 1820 voru 15% fædd utan hjónabands 1830 20% og 1860 25%. Friðrik Skúlason kynnti nýja og endurbætta útgáfu af ættfræðiforritinu "Espólín" fyrir Pc tölvur. Við viljum vekja athygli á að það hafa verið gerðar breytingar á aðstöðu fyrir safngesti á Þjóðskjalasafninu. Lesvélum hefur verið fjölgað og þær settar í herbergi til hliðar við aðalsalinn og eru spólurnar allar þar inni. Nýir þægilegir stólar eru við lesvélarnar. Við þetta losnuðu borð í aðalsalnum. Petta er allt til bóta og ber að þakka stjórnendum safnsins. Við sem erum daglegir gestir á safninu finnum vel fyrir öllum breytingum en alltaf er það salurinn í sinni gömlu mynd sem tengir okkur inn í söguna. Hólmfríður Gísladóttir formaður

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.