Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 2
2 Fyrirspurn svarað um ætt Úlfheiðar Ketilsdóttur í fjórða tölublaði þessa árs af Fréttabréfi Ættfræðifélagsins er fyrirspurn um ætt Úlfheiðar Ketilsdóttur konu Einars Einarssonar bónda á Jaðri í Þykkvabæ. (Garði í Þykkvabæ í fyrirspurninni hlýtur að vera misritun.) Ég mun hér á eftir gera grein fyrir því sem ég veit um ætt hennar og er heimild mín handritið Lbs 462 fol í Landsbókasafni. Handrit það er að stofni til frumrit manntalsins 1729 en með því hafa verið bundin auð blöð sem Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður ritaði á fjölda athugasemda um ýmsa sem nefndir eru í umræddu manntali og afkomendur þeirra, þar á meðal, ættmenn fyrrnefndrar Úlfheiðar Ketilsdóttur. Hvaðan Hannes hafði sínar upplýsingar um ætt Úlfheiðar er mér ekki kunnugt en ég held að heimildir hans hafi verið traustar og þar af leiðandi sé þessi ættfærsla ábyggileg eins og flest það sem Hannes lét frá sér fara. Faðir Úlfheiðar hét Ketill Bjarnason. Um hann er næstum því ekkert vitað nema það að kona hans hét Guðríður Oddsdóttir og dóttir þeirra var Úlfheiður f. 1780 í Háfssókn. Mér vitanlega kemur hann hvergi við samtímaheimildir. Hann mun hafa verið fæddur 17 38 eða 17 39 því hjá móður hans eru 1762 tveir synir hennar 23. og 24. ára gamlir en þeir eru ekki nafngreindir. Foreldar Ketils Bjarnasonar voru Bjarni Bjarnason sem 1729 bjó á Ketilsstöðum í Holtum og 1733 í Haga og sxðari kona hans Sigríður Ketilsdóttir. Börn þeirra auk Ketils voru Kristín f. 1737 kona Jóns Sigurðssonar bónda í Parti í Vetleifsholtshverfi og Bjarni. Kona Bjarna hét Valdís Þorsteinsdóttir f. 1738 og var dóttir þeirra Guðrún f. 1783 gift Ólafi Jónssyni bónda í Rimakoti í Þykkvabæ. Þau voru barnlaus og erfði Úlfheiður Ketilsdóttir þessa frænku sína. (Sjá skiptabók Rangárvallasýslu 29. sept.1855.) Bjarni Bjarnason bóndi á Ketilsstöðum var fæddur 1697. Foreldrar hans voru Bjarni Þorgrímsson og kona hans Úlfheiður Bjarnadóttir f.1662. Hún bjó ekkja á Galtalæk á Landi 1703. Bjarni Þorgrímsson faðir Bjarna á Ketilsstöðum var bróðir Bjarna Þorgrímssonar sem 1703 bjó í Skarfanesi á Landi. Þeir munu hafa verið synir Þorgríms bónda í Klofa á Landi (1655), Bjarnasonar bónda í Haga í Holtum (1605), Þorgrímssonar lögréttumanns í Haga (1590), Oddssonar. Sigríður Ketilsdóttir móðir Ketils Bjarnasonar var fædd 1709. Bræður hennar voru Hannes bóndi í Köldukinn í Holtum og Jón bóndi á Sauðholti í Holtum faðir Hannesar spítalahaldara í Kaldaðarnesi. Foreldrar þeirra voru Ketill Sigurðsson bóndi Hraungerði í Flóa f. 1670 d.1730 og kona hans Kristín f. 1686 Brynjólfsdóttir lögréttumanns á Baugstöðum í Flóa, Hannessonar. Sigríður Ketilsdóttir var þrígift. Fyrst áðurnefndum Bjarna Bjarnasyni, Þá Gottsveini Jónssyni bónda á Herríðarhóli í Holtum og loks Marteini Jónssyni bónda á Húsum í Holtum. Hún bjó á Herríðarhóli (Herru) í Holtum 1762 þá orðin ekkja í annað sinn. Sigríður lést 1796 í Kaldaðarnesi.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.