Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 4
Úr munnlegri geymd um uppruna Strandarkirkju í Selvogi. Erindi Konráös Bjarnasonar, flutt á félagsfundi 6.des. 1990. Framhald. Eftir þriöju kirkjuvísu séra Jóns Vestmanns, þar sem hann gerir ráð fyrir því að sjávarháska-Árni hafi snúiö sér til Árna biskups Þorlákssonar til að efla áheit sitt (vígja fyrir sig kirkju). Hefur dr. Jón biskup Helgason þetta aö segja: "Hver sá Árni hefur verið, hermir sagan ekki. Og Árni biskup á eftir þessu aö hafa fyrstur vígt kirkju á Strönd." í framhaldi af framansögðu segir dr. Jón biskup Helgason: "Hiö sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju, er að við vitum ekkert um hann meö vissu. Má vel vera, aö hún hafi veriö reist þegar í fyrstu kristni, og eins má vera aö hún hafi ekki verið reist fyrr en í tíð Árna biskups á síðari hluta 13. aldar. Um þaö veröur ekkert fullyrt. En um máldag kirkju þessarar er ekki aö ræða eldri en frá 13. öld." [Það eru skráðar heimildir]. Síðar í grein sinni segir dr. Jón biskup: "En hafi þar stórbændur setið lengst af, mætti ætla að þar hafi og kirkja verið lengst af, því að auk þess sem hverjum er vildi, var heimilt að gera kirkju á býli sínu, ef landeigandi legði fé til, svo að biskup vildi vígja fyrir þeim sökum." Þar næst fer dr. Jón biskup Helgason að vitna um þá vitneskju er fyrir liggi um Neskirkju og hvor þeirra hafí þá talist höfuðkirkja þar í sveit. Þegar hér er komið vangaveltum dr. Jóns biskups er rétt að rekja hugleiðingar dr. Einars Arnórssonar í bókinni Árnesþing á landnámsöld. Þar fer hann nokkrum orðum um landnám Selvogsþinga og hið sérkennilega nafn landnámsmannsins, Þóris haustmyrkurs, sem Einar segir viðurnefni, og merki dimmur sem haustið og taki einkum til hárlitar. Þar segir Einar Arnórsson: "í Iandnámi Þóris haustmyrkurs eru nokkur forn stórbýli. Má þar fyrst nefna Nes. Ekki er getið kirkju í kirknatalinu 1200. En á síðara hluta 13. aldar sýnist þar hafa búið Finnur Björnsson Hamra-Finnssonar og lét hann gera þar kirkju, eftir því sem í máldaga Neskirkju segir við 1313. Finnur þessi og Árni biskup Helgason, sem máldagann hefur sett, voru að öðrum og þriðja frá Hamra-Finni." Þess má og geta að Árni Helgason var systursonur Árna biskups Þorlákssonar og að kirkjustofnun þessi var fyrir stórheimilið í Nesi og Bjarnastaði, lögbýli er lá að mörkum Nestúns. En hvar var þá kirkja hinna mörgu býla er lágu utan þessara marka. Það var auðvitað Strandarkirkja, sem Páll biskup í Skálholti Jónsson frá Odda Loftssonar, telur meðal þeirra kirkna er hann lét telja laust fyrir og um árið 1200 í biskupsdæmi sínu. Talning þessi var kölluð "Kirknaskrá" samanber íslenskt Fornbréfasafn 7. bindi bls. 1-9. Það er því bókfest að Strandarkirkja er ein af kirkjum Páls biskups, sem skylt var að hafa prest og þess vegna lítt skiljanlegar vangaveltur fræðimanna að kirkjustofnun á Strönd í biskupstíö Árna Þorlákdssonar - Staða Árna - sem var fæddur um 1237 og varð biskup Skálholts 1269. Að kirkjan á Strönd var til staðar, sem fullgild sóknarkirkja undir sjálfseignarforræði óðalsbónda árið 1195, er Páll biskup hóf að telja kirkjur sínar, færist stööugt nær hinni minnisgeymdu arfsögn er ég nam af Guðrúnu Jónsdóttur og segir frá kaupskips bónda úr uppsveitum Árnessýslu. Þar var Gissur hvíti fyrstur meðal hinna miklu farmanna á eigin farkosti og sigldi farmknerri sinum með hjálp himintungla. Svo gerðu og niðjar hans. Gissur ísleifsson biskup, sonarsonur hans, var farmaður mikill, hinn fyrrihluta ævi sinnar og eru þær ferðir kunnar víða. Þá er getið um Teit Gissurarson, biskups í Niðarósi og þrjú íslandsför árið 1096 og réði Teitur fyrir einu þeirra. Teitur var og í siglingu til Noregs árið 1099. Þá var Þórhallur, faðir Þorláks biskups, farmaður áður en hann byrjaði búskap. Rétt eftir miðja 12. öld er getið um íslenskan bónda í Noregi á kaupskipi sem hann á sjálfur. Hann hét Þórhallur Ásgrímsson og var kynstór maður. Hann átti bú í Biskupstungum. Hann er nefndur í Konungsannál 1168 í sambandi við Tungu bardaga. Hann mun hafa verið einn af niðjum Ásgríms Elliðagrímssonar. Eins og á framantöldu sést eru íslendingar farmenn á eigin skipakosti fram undir 13. öld. Þá verða Norðmenn nær eingöngu til þess að flytja vistir og menn til og frá landinu, samanber Sturlunga sögu. Það verður því einkum að finna arfsögninni staðfestu á elleftu og tólftu öld. Þá hafa þau skip verið í förum til og frá landinu, er líktust skipi því er hrímrósir höfðu mótað á eina rúðu suðurglugga Strandarkirkju fyrir rúmum 50 árum síðan. Þá sat ég við gamla Strandarkirkjuorgelið og æfði mig. Það var staðsett norðanmegin í kór kikjunnar. Ég leit af nótnabókinni suður yfir kirkjuna og sá skipið. Það var knörr með nokkuð uppháum stöfnum og líktist mjög þeim skipum er Danir lyftu upp úr Hróarskeldufírði. Eg horfði lengi á skipið og fannst strax að myndgerð þessi ætti að tengjast altaristöflugerð fyrir Strandarkirkju með ljósveruna fyrir stafni.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.