Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 6
tala viö? Hvaö haföi ég sagt þessu fólki samtímis? Haföi ég verið aö tala um þaö, sem ég heyröi á svo dularfullan hátt? Ég vissi það ekki. Frá því ég leit út um gluggann á Engilvíkina haföi ég veriö í "öörum heimi" og þeyst margar aldir aftur í tímann meö óskiljanlegum hraöa. Þegar gengiö var út úr kirkjunni, haföi ég áttað mig, en mér varö það fyrst fyrir að ná tali af konu minni og spyrja hana í einrúmi hvort ég heföi farið meö tóma vitleysu undir lokin. - Nei, en þú endurtókst setningar hvaö eftir annað og þaö er ekki þér líkt,- svaraö hún." Þá sagöi Árni konu sinni í fáum orðum frá fyrirburði sínum. Hann minnist þess og, aö hafa veriö miöur sín þaö sem eftir var dagsins. Hann kannaðist ekkert viö landslagiö í Ölfusi og þekkti ekki samferðafólk sitt. Þaö var einna líkast því aö hann heföi orðið áttavilltur, en næöi smám saman réttum áttum undir kvöldiö. Við gefum Árna aftur oröiö: "Ég ritaði þennan fyrirburö mér til minnis þegar morguninn eftir, því aö mér þótti hann merkilegur, enda þótt ég heföi gleymt því, sem mér var einna sárst um, frásögninni um sögu kirkjunnar. Hitt mundi ég ljóst aö ég haföi verið meö fjölda fólks, sem var aö fræöa mig og sýna mér myndir úr sögu kirkjunnar. Meðan á fyrirburðinum stóð haföi ég veriö mér Þess fyllilega meðvitandi, aö fólkið, sem ég sá og talaði viö, haföi áður átt heima á þessum slóðum, og þarna kom fram, eins og fyrr er sagt, hver kynslóðin eftir aðra og þær elstu allt að 900 ára gamlar. Og þaö var eins og til aö undirstrika aö þessi skilningur væri réttur, hvernig klæöaburður þess breyttist og varö æ forneskjulegri. Má vera, þótt ég muni þaö ekki, aö mér hafi verið bent á að veita þessu athygli, því að endurminningin um þetta var öllu öðru Ijósari. Þetta ferðalag aftur í aldir tók þó ekki langa stund, ekki nema svo sem tvær mínútur í mesta lagi, eftir því sem kona mín sagöi frá, og meö því að athuga hvað ég haföi lesið úr minnisblöðum mínum. En sjálfur hafði ég enga hugmynd um tímann." Þá hugleiðir Árni fyrirburöarreynslu sína meö hliðsjón af vísindalegri dulhyggju. Og hann fær ekki betur séð, en að fyrirburðarsýn hans birtist honum sem tilraun til leiðréttingar, einkum á röngum tímasetningum í málflutningi þeim er hann las af minnisblööum og varöaöi þrettándu aldar tilgátu um tilurð Strandarkirkju, sem allt of lengi hefur veriö haldið á lofti. Skafti lögmaður mágur Gissurar hvíta Út frá hinni stórmerkilegu fyrirburöarreynslu Árna Óla í prédikunarstól Strandarkirkju vekur ekki síst athygli að Skafti lögmaður skyldi tilkvaddur. Skafti var mágur Gissurar hvíta á Mosfelli Teitssonar og væntanlega yngri samtímamaður hans, þar sem Þórdís systir Skafta var þriöja kona Gissurar. Þar meö hófst í niðjum þeirra farsæl ættarflétta Haukdæla og Hjallamanna. Út frá þessu samspili er því raunhæft að álykta aö um hafi veriö aö ræöa áheitsgjöf, sem tengdist hinum miklu siglingamönnum úr uppsveitum Árnesþings og kirkjulegu valdi. Allir helstu landnámsmennirnir munu hafa átt skip þau er þeir sigldu á til landsins og margir stýröu þeim sjálfir. Svo var og með Ketilbjörn gamla, er sigldi knerri sínum Elliöa inn í Elliðaárós, fyrir neöan heiöi. En þar sem land nær sjó var þá víöa byggt, hélt hann um vorið upp um heiði aö leita sér landkosta. Hann haföi náttból og geröi sér skála, þar sem nú heitir Skálabrekka. Hann nam Grímsnes, Laugardal allan og alla Biskupstungu. Hann byggöi aö Mosfelli og bjó þar. Ketilbjörn gamli hefur væntanlega komiö til landnáms síns uppúr 900 þegar landiö var nær albyggt með sjó. Hann hefur veriö fæddur nálægt 870. Sonur hans var Teitur, er fyrstur reisti bú í Skálholti og bjó þar f. nál. 920. Sonur Teits var Gissur hinn hvíti, höfðingi að Mosfelli og í Skálholti eftir föður sinn, forgöngumaður um kristnitöku og mikill siglingamaöur. Hann var fæddur nálægt 960. Meö Gissuri Hvíta að Mosfelli upphefst höföingja-ættbálkurinn Haukdælir. Gissur eignaðist meö þriöju konu sinni, Þórdísi Þóroddsdóttur, soninn ísleif árið 1006, sem Gissur sigldi sjálfur meö til Herford í Vestfalen og kom honum þar í virtan klausturskóla. Þar nam hann klerkleg fræöi og tók vígslu til prests og varö fyrstur íslendinga er nam kristin fræði. Hann var vígöur til biskups fimmtugur aö aldri 26. maí 1056. Þar meö varö hann fyrsti yfirboðari hinnar íslensku kristni. Hann andaðist í Skálholti 5. maí 1080. Tveir synir ísleifs biskups vöröuöu einkum valdaferil Haukdæla. Gissur, fæddur 1042, sem faðir hans sendi ungan til náms í Suður-Þýskalandi þar sem hann tók prestsvígslu. Hann kom svo heim og giftist rikri ekkju austur í Vopnafirði. En hann undi ekki kyrrsetu og gerðist farmaöur og var lengst af í siglingum meðan faðir hans liföi. Ér ísleifur lést var Gissur kallaður til biskups eftir föður sinn og vígður 4. september 1082, og tók viö embætti 1083. Hann var sagður "hafa göfugastur maöur á íslandi verið bæði lærðra manna og ólærðra." Hann lést 28. maí 1118 og haföi þá fyrir um 20 árum komið á kirkjutíundarlögum, fyrstum á Norðurlöndum. Hinn sonur ísleifs biskups var Teitur prestur í Haukadal dáinn 1110. Hans synir voru Magnús biskup, dáinn 1237, og Þorvaldur prestur í Hruna, dáinn 1235, faðir Gissurar jarls sem dáinn er 1268.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.