Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 7
Ef Skafti lögmaður á að vera til vitnisburðar um tilurð Strandarkirkju er hann svo kynntur í íslendingasögu Jóns Jóhannessonar: "Skafti, sonur Þóroddar goða að Hjalla í Ölfusi, var lögsögumaður 27 sumur (1004-1030), lengst allra manna. Hann mun hafa erft goðorð föður síns og var tengdur voldugustu höfðingjum. Þórdís systir hans var kona Gissurar hvíta en bróðir hans var Þorsteinn holmunnur er átti Jódísi dóttur Guðmundar ríka á Möðruvöllum." Skafti var kallaður lög-Skapti og er frægastur fyrir löggjafarstarf sitt, enda virðist það hafa valdið tímamótum í sögu þjóðarinnar. En áhrifín af starfi hans eru svo slungin saman við áhrif kirkjunnar að þar verður ekki greint á milli. Ari fróði segir svo frá Skafta: "Hann setti fimmtardómslög um það, að enginn vegandi skyldi lýsa vígi á hendur öðrum manni en sér, en áður voru slík lög of* það sem í Noregi". Það verður að ætla að Skafti hafi verið nær þrítugu, er hann kom fram sem lögsögumaður, og því fæddur nálægt 974. Þótt Skafti hafi látist við lok lögsöguára sinna, svo sem fræðimenn vilja vera láta, þá hefur hannlifað nógu lengi til þess að fylgjast vel með hinni sigursælu baráttu Gissurar mágs síns í þágu hinnar íslensku Kristni og hinni miklu farsæld hans í siglingum. Þá ekki síst er Gissur siglir með son sinn til náms, eða eins og hann segir í Hungurvöku: "Honum fylgdi Gissur utan ok seldi hann til læringar abbadísi einni í borg þeirri, er Herfura heitir. íslefr kom svá til íslands, at hann var prestur ok vel lærðr." Þar með er ljóst að Gissur er enn í siglarförum á eigin vegum milli landa við annan áratug eftir kristnitöku. Einmitt þá eru margir stórbændur að byggja kirkjur á jörðum sínum, óháðir vígslum og máldagagjörningum. Gerum nú ráð fyrir að það hafi verið Gissur hvíti, hinn mikli trúmaður og stórbóndi í uppsveitum Árnesþings, sem lenti knerri sínum hlöðnum húsagerarviði í Engilvík eftir hafvillur og hrakninga, með unnið heit í huga. Ekki er að efa að það hafi þá verið hans fyrsta verk að ganga á fund landeiganda og afhenda honum farminn, ásamt með munnlegu handsali gegn loforði um landgæði og gögn til byggingar kirkju sem vaxið gæti og viðgengist í þágu Guðskristni. Mundi hann þá, sem kirkjubóndi blessun af hljóta. Hver mundi þá hafa verið hinn giftusami landeigandi er veitti viðtöku góðfarmi þeim er á land var kominn? Það hefur væntanlega verið ónafngreindur dóttur- eða sonarsonur Heggs Þórissonar landnámsmanns haustmyrkurs, því Heggur var sagður hafa búið í Vogi, sem getið er til að síðar hafi heitið Vogsósar, sem þá mun hafa átt land til Strandar. Hinn sonur Þóris er nefndur Böðmóður, en bústaður hans er ekki nefndur. Hann hefur þá væntanlega fengið hinn víðáttumikla eystri hluta landnáms Þóris, sem náði austur og inn yfir Selvogsheiði, allt til víðlendis Þóroddar goða Eyvindssonar. Böðmóður mun þá hafa verið fyrsti bóndi að Nesi við sjó. Svo virðist sem niðjar Böðmóðs Þórissonar hafi tengst Haukdælum, því sonur hans var Þórarinn faðir Súganda, þess sem dr. Einar Arnórsson telur hafa verið forfaðir Teits Súgandasonar prests á Keldum og Gunnarsholti, sem dáinn var 1186. Hann var giftur Vilborgu Gissurardóttir lögsögumanns í Haukadal, dáin 27. júlí 1206, Hallssonar prests í Haukadal, dáinn 1150, Teitssonar, dáinn 1110, ísleifssonar biskups, dáinn 1080, Gissurarsonar hvíta. Ekki er getið bústaðar Þóris haustmyrkurs, en í munnlegri geymd Selvogsmanna er hann að Hlíð á bökkum Hlíðarvatns undir Hlíðarfjalli. Hér að framan hefur verið gerð tilraun til þess að aöhæfa áheit Gissurar hvíta í sjávarháska og fyrirburðarreynslu Árna Óla, tilurð Strandarkirkju í tíma á sögunnar braut. Æ erfiðara er að aðhæfa atburði arfsagnarinnar eftir tíundar lögtöku Gissurar (Gissurar-stata, 1096) sem og hrörnun í hafskipakosti og siglingarkunnáttu á 12. öld. í íslendinga sögu Jóns Jóhannessonar segir: "Bókmenntir íslendinga eru mesta afrek norrænna manna á miðöldum. En annað mesta afrek þeirra eru siglingarnar til íslands og síðan til Grænlands og meginlands Norður-Ameríku... Fyrstu aldirnar áttu íslendinar hafskip og voru miklir siglingamenn. Allir helstu landnámsmennirnir hafa hlotið að eiga sjálfir skipin, sem þeir komu á hingað með föruneyti sínu. Engum getum verður að því leitt, hve mörg þau hafi verið, en ljóst er, að í lok landnámsaldar hafa fáar þjóðir átt meiri og betri hafskipakost að tiltölu við mannfjölda en íslendingar." Þá minnist Jón á samantekt Boga Th. Melsteð úr fornum ritum: "... og að þau séu mörg frá 10. og 11. öld og að þar felist minning um að algengt hafi verið að íslendingar ættu hafskip fram á 11. öld." Ritað hefur Konráð Bjarnason

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.