Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1991, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1991, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS 6.tbl.9.árg. nóv.1991 Sagt frá stjórnarfundi og almennum félagsfund JBttf ræðif élagslns. Stjórn Ættfræðifélagsins samþykkti það á stjórnarfundi 18.sept.1991, að verða við ósk Hálfdans Helgasonar að prenta úr tölvuskrá sinni Manntal 1816, að undanskildum tveim síðustu bindunum, þar sem Ættfræðifélagið á þau til sölu. Hálfdan hefur verið að vinna að nafnalykli að sama Manntali. Þar sem Ættfræðifélagið hefur ekki tök á því að gefa þetta Manntal út aftur á næstu árum, telur stjórn Ættfræði- félagsins það til góðs fyrir félaga Ættfræðifélagsins að fá þessi fjögur bindi sem hafa verið ófáanleg. Þau skilyrði eru þó sett að þau verði prentuð án breytinga eða leiðréttingar. Ættfræðifélagið áskilur sér samt fullan rétt til útgáfu þessa Manntals í náinni framtíð. 000 Almennur félagsfundur hjá Ættfræðifélaginu 16.10. 1991. Kl.20.30, bókasala Kl.19.30. Formaður setti fundinn bauð fundarmenn velkomna, og sérlega bauð formaður velkominn ræðumann fundarins Pétur Pétursson þul, formaður upplýsti fundarmenn um það að það hitti svona á að ræðumaður ætti afmæli þennan dag, fundarmenn tóku undir afmælisósk formanns með lófaklappi. Síðan bað formaður Önnu Guðrúnu Hafsteinsdóttur að taka við fundarstjórn, Anna Guðrún var við þeirri beiðni, þakkaði fyrir það trausts er sér væri sýnt, síðan gaf hún afmælisbarninu orðið. Fundarmenn sem aðrir landsmenn þekkja frásagnarsnyld Péturs Péturssonar og þekkingu hans á íslenskum fróðleik allskonar, og fengu fundarmenn að sitja við veisluborð hjá honum hvað þetta varðar. Kom hann víða við, um ættfræði, um erlendar ættir hér á landi og áhrif þeirra á land og þjóð, þjóðinni til góðs og kom með mörg dæmi,fyrir utan að hann kryddaði

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.