Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1991, Page 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1991, Page 1
FRÉTTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 6.tbl.9.árg. nóv.1991 Sagt frá stjómarfundi og almennum félagsfund Ættf raeðlf élagslns. Stjórn Ættfræðifélagsins samþykkti það á stjórnarfundi 18.sept.1991, að verða við ósk Hálfdans Helgasonar að prenta úr tölvuskrá sinni Manntal 1816, að undanskildum tveim síðustu bindunum, þar sem Ættfræðifélagið á þau til sölu. Hálfdan hefur verið að vinna að nafnalykli að sama Manntali. Þar sem Ættfræðifélagið hefur ekki tök á því að gefa þetta Manntal út aftur á næstu árum, telur stjórn Ættfræði- félagsins það til góðs fyrir félaga Ættfræðifélagsins að fá þessi fjögur bindi sem hafa verið ófáanleg. Þau skilyrði eru þó sett að þau verði prentuð án breytinga eða leiðréttingar. Ættfræðifélagið áskilur sér samt fullan rétt til útgáfu þessa Manntals í náinni framtíð. ------------ 000 ------------- Almennur félagsfundur hjá Xttfræðifélaginu 16.10. 1991. Kl.20.30, bókasala Kl.19.30. Formaður setti fundinn bauð fundarmenn velkomna, og sérlega bauð formaður velkominn ræðumann fundarins Pétur Pétursson þul, formaður upplýsti fundarmenn um það að það hitti svona á að ræðumaður ætti afmæli þennan dag, fundarmenn tóku undir afmælisósk formanns með lófaklappi. Síðan bað formaður Önnu Guðrúnu Hafsteinsdóttur að taka við fundarstjórn, Anna Guðrún var við þeirri beiðni, þakkaði fyrir það trausts er sér væri sýnt, síðan gaf hún afmælisbarninu orðið. Fundarmenn sem aðrir landsmenn þekkja frásagnarsnyld Péturs Péturssonar og þekkingu hans á íslenskum fróðleik allskonar, og fengu fundarmenn að sitja við veisluborð hjá honum hvað þetta varðar. Kom hann víða við, um ættfræði, um erlendar ættir hér á landi og áhrif þeirra á land og þjóð, þjóðinni til góðs og kom með mörg dæmi,fyrir utan að hann kryddaði

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.