Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1991, Page 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.1991, Page 1
•OP FRETT ABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 7.tbl.9.árg. des.1991 SAGT FRÁ FÉLAGSFUNDI. Almennur félagsfundur var haldinn í Ættfræðifélaginu á Hótel Lind við Rauðarárstíg Reykjavík. 12.nóv. 1991. Á dagsskrá var auk fastra liða, erindi Jóhönnu K.Eyjólfsdóttur mannfræðings um sifjarannsóknir mannfræðinga. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti velkomna. Því næst sagði hún frá nýútkominni mannanafnaskrá frá Hagstofu íslands, þar sem margt kæmi í ljós er vert væri fyrir félagsmenn að kanna og gera athugasemdir við fyrr en seinna. Var formaður með nokkur eintök til sölu. Síðan bauð formaður Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur velkomna og gaf henni orðið. Jóhanna lýsti fyrir fundarmönnum mannfræði sem vísindagrein, og þeirri grein mannfræðinnar er snýr að sif jarannsókr.um, hvernig þjóðir og þjóðflokkar byggðu upp sín fjölskyldumynstur. Kom Jóhanna víða við á þessum vettvangi og lauk erindi sínu með því að segja, "gaman væri ef rannsökuð yrðu fjölskyldumynstur hér á landi, áhrif og völd sumra ætta7 innviðir þeirra og fl.og fl. Formaður þakkaði Jóhönnu fyrir fróðlegt og gott erindi, og gaf orðið laust til fyrirspurna. Voru lagðar fram margar spurningar fyrir Jóhönnu og svaraði hún þeim eftir bestu getu. Eftir kaffihlé ræddi Guðmundur Guðni um stofnun Ættfræðifélagsins, og hvort ekki gæti verið að annað félag, skylt, hefði verið stofnað fyrir 1945. Sagðist hann hafa gert það að gamni sínu, hér á árum áður, að skrifa annála, og í þeim komi meðal annars fram, að árið 1938 hafi hann skrifað, "ÆTT OG MANNFRÆÐI FÉLAGIÐ STOFNAÐ". Vildi hann koma þessu á framfæri. Jón Valur Jensson bað um orðið og sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því, að annað félag hefði verið stofnað áður og vísaði í ágrip af sögu Ættfræðifélagsins í félagatali félagsins 1990. Þar stendur að Ættfræðifélagið hafi verið stofnað þann 22.febrúar 1945.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.