Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1992, Blaðsíða 2
2 AUGLÝST EFTIR ÆTTFRÆÐIRITUM TIL SKRÁNINGAR Einn af félögum Ættfræðifélagsins, Kristín H. Pétursdóttir, bókasafnsfræðingur, vinnur nú að gerð og útgáfu skrár um heimildir í ættfræði. Kristín kynnti stjórn Ættfræðifélagsins verk sitt á fundi í september. í handriti hennar eru nú um 1200 heimildir, prentuð og fjölrituð rit og greinar. Áður hafa komið út skrár um sama efni eftir Þorstein Jónsson, ættfræðing: Heimildir um ættfræði. Rv., 1982, og Eggert Þorbjarnarson, fornbókasala: íslenzkar ættarskrár. Rv., 2. útg., 1983. Leitað hefur verið fanga í bókaskrám, spjaldskrám og hillum bókasafna, heimildaskrám rita og í tímaritum, söluskrám fornbókasala og eftir ýmsum öðrum leiðum. Hólmfríður Jakobsdóttir og Óskar Sigvaldason, félagar í Ættfræðifélaginu, hafa verið Kristínu innan handar í leit að ýmsum smáritum og Þorsteinn Jónsson, ættfræðingur, hefur veitt aðgang að bókasafni sínu til skráningar. í skránni verða fyrst og fremst rit um ættfræði, ættarskrár og niðjatöl, en einnig manntöl, annálar, ýmsar byggðasögur, ábúendatöl og skyld verk sem telja má mikilvæg stuðningsrit við ættfræðirannsóknir. Jafnframt hefur verið reynt að hafa upp á gagnlegum greinum í tímaritum svo og skrifum um mannanöfn. Byggðasögur frá Kanada og Bandaríkjunum og ættfræðirit um Vestur-íslendinga verða einnig í skránni. Óprentuðum handritum er sleppt nema um meiri háttar samantekt sé að ræða. Lýst er efni hvers rits í fáum orðum, taldir upp helstu kaflar, tekið fram um nafnaskrár. í skránni verður unnt að fletta upp á höfundi og titli. rits, en einnig nafni þess eða þeirra sem rakið er frá og fylgir fæðingardagur og ár, dánardagur og ár. Nafni bæjar sem viðkomandi er kenndur við, ásamt hreppi og sýslu, nafni ættar, ef það kemur fram í titli eða fjallað um hana að verulegu leyti. Hægt verður að fletta upp á starfsheitum, s.s. læknar, prestar, hjúkrunarfræðingar. Skráin er unnin í tölvu. Með tilkomu tölvuvæðingar í íslenskum bókasöfnum ætti hún því að geta orðið hluti af gagnagrunnun þeirra og þannig aðgengileg ættfræðingum og áhugafólki. Áætlað er að skráin komi út á þessu ári. Kristín leitar nú til félagsmanna Ættfræðifélagsins til þess að fá vitneskju um ýmis rit sem gefin eru út í litlu upplagi og sjást sjaldan eða aldrei í bókaskrám eða hillum safna eða bókaverslana. Þetta eru aðallega fjölritaðar ættartölur og niðjaskrár, oft og tíðum teknar saman í tengslum við fjölskyldumót eða afmæli og dreift í fáum eintökum. Jafnframt hefur hún áhuga á að vita af ritum sem komin eru á útgáfustig og verða gefin út fyrri hluta þessa árs. Þeir sem áhuga hafa á að aðstoða Kristínu eru beðnir að hafa samband í síma 12937 (e. kl. 17) eða bréfleiðis. Heimilisfang hennar er Spítalastígur 1 A, 101 Reykjavík.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.