Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1992, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1992, Síða 1
• o> FRETT ABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 3. tölublað 10. árg. Mars 1992 Skýrsla formanns á aðalfundi Ættfræðifélagsins, þann 26.febr. 1992 Góðir félagar, Þá er lokið fyrsta starfsári þessarar stjórnar og ég, sem ekki hafði tekið þátt í félagsmálum áður, er reynsl- unni ríkari. Stjórnin hefur haldið fimmtán stjórnarfundi og sex félagsfundi. Við höfum fengið ágæta fyrirlesara og vonum við að þið séuð einhvers fróðari. Aðalverkefni félagsins er manntalið 1910. Vinna við það hófst 16. febrúar 1990. Fengin hefur verið tölvuút- skrift af manntalinu hjá Erfðafræðinefnd, og hún borin saman við frumritið í Þjóðskjalasafni. Nokkur atriði í frumriti, sem ekki eru í þessari útskrift, eru færð þar inn og síðan setur Erfðafræðinefnd þau inn á tölvu hjá sér. Við höfum verið svona 6-8 sem höfum komið saman 1-2 sinnum f viku, í húsakynnum Þjóðskjalasafns við Laugaveg, til að vinna að þessu. Um áramót voru komnir 2.500 tímar, sem er um 11/2 ársverk. Við byrjuðum á Suðuramti í Austur-Skaftafellssýslu og erum núna í Barðastrandarsýslunni. Kannski hefði okkur tekist ágætlega að fara þetta gangandi á tveimur árum. Nefndin fyrir manntalið 1910 hefur sótt um styrk til Vísindasjóðs og Þjóðhátíðarsjóðs. Við fengum synjum hjá þessum aðilum í fyrra, en við höfum sótt um styrki til þeirra aftur og sjáum hvað setur. Ef við fengjum eitthvert fjármagn, færum við að athuga um útgáfu á manntalinu. Nefndin fyrir kirkjubækur Reykjavíkur, hefur lítið starfað. Við fengum þau gögn sem Jón Gíslason var með, flokkuðum þau og létum þau í geymslu félagsins. Tölvunefnd hefur talað saman og kom Friðrik Skúla- son á fund f fyrravetur og talaði um tölvuforrit. Ritnefnd sér um fréttabréfið og hefur birt í því úr- drætti úr erindum, sem flutt hafa verið á fundum og aðsent efni frá félögum. Það er alltaf að aukast áhugi á ættfræði; fólk er farið að hugsa um hvaðan það er komið og fer að leita að uppruna sínum. Ef Ættfræðifélagið getur að einhveiju leyti stutt þetta fólk f leit sinni, er tilgangi þess náð. Frá aðalfundi Ættfræðifélagsins Aðalfundur Ættfræðifélagsins var haldinn 26. febr. 1992 á Hótel Lind við Rauðarárstíg. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti velkomna. Bað sfðan Sigurð Sigurðarson að vera fundar- stjóra. Þá flutti formaður skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýröi reikninga félagsins. Að loknum nokkrum umræðum samþykkti fundurinn samhljóða skýrslu formanns svo og reikningsskil gjaldkera. Stjórnin var öll endurkjörin en hana skipa: Hólmfrfður Gísladóttir, formaður Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður Klara Kristjánsdóttir, ritari Þórarinn B. Guðmundsson, gjaldkeri Kristín Guðmundsdóttir, meðstjórnandi í varastjóm: Guðrfður Ólafsdóttir og Sigurgeir Þor- grímsson. Endurskoðendur voru kjörnir Guðjón Óskar Jónsson og Jóhannes Kolbeinsson. Starfsnefndir á vegum félagsins eru: Útgáfunefnd vegna manntals 1910: Hólmfríður Gísladóttir, hs. 74689 Sigurður Sigurðarson, hs. 82896 Eggert Th. Kjartansson, hs. 74689 Ritnefnd: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, hs. 618687 Klara Kristjánsdóttir, hs. 51138 Hálfdan Helgason, hs. 75474 Samþykkt var á fundinum að hækka félagsgjaldið úr Kr. 1000 í 1200 lcrónur. Eftir kaffihlé flutti Ari Gfslason erindi. Hann talaði um hina munnlegu geymd í sögnum fyrr og nú. Sagði hanu nokkrar sögur og hvernig þær breyttust með tímanum, f meðförum manna, en þó héldist þráöurinn eða aðal- atriðið í þeim, að mestu. Hafði Ari sjálfur verið þátttakandi í flestu af því er hann sagði frá, og komu mörg skemmtileg atvik fyrir f frásögn hans. Formaður sleit sfðan fundi. 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.