Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1992, Qupperneq 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1992, Qupperneq 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 4. tölublað 10. árg. Apríl 1992 Af félagsfundi Félagsfundur í Ættfræðifélaginu var haldinn mið- vikudaginn 25. mars 1992 á Hótel Lind við Rauðarárstíg, kl.20.30. Húsið var opnað kl. 19.30 vegna bókasölu og kynningar. Formaður selti fundinn og stýrði honum, bauð alla velkomna og sérlega bauð hún velkominn ræðumann kvöldsins, Dr. Stefán Friðberg Hjartarson. Um leið og formaður kynnti dagskrá fundarins sagði hún frá nýrri gerð áatalsforms, sem Björgvin Ólafsson hefur hannað, og er hentugt til innrömmunar. Hafði Björgvin afhenl frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta eintakið af hinu nýja áatalsformi.Hvatti formaður fundarmenn til að kynna sér þessi blöð, og hæg voru heimatökin, því Björgvin var á fundinum með sýniseintök. Síðan gaf formaður Dr. Stefáni orðið. Dr. Stefán þakkaði þann heiður að mega koma og lala á þessum fundi. Erindi hans var um árið 1916. “Hvað var svona sérstakt við árið 1916 ?” Erindið var fróðlegt og skemmtilcga sclt fram. Dr. Stefán ræddi um uppbyggingu verkalýðsfélaga, Alþýðu- sambandið, tryggingar og launamál. Árið 1916 var upphafið að því sem við búum við í dag, árið 1916, þcgar alþýða þessa lands reis upp til að berjast fyrir rétti sínum. Jafnframt sýndi Dr. Stefán skyggnur. Margar fyrirspurnir bárust ræðumanni og svaraði hann þcim öllum. Að þcssum umræðum loknum var kaffihlé en síðan var orðið gcfið laust. Kristján Jóhanncsson talaði um tölvumál og taldi að Æufræðifélagið ætti að kynna vísindalcgar framfarir í tölvumálum, þær væru svo hraðar og margir félagar komn- ir með tölvur til að létta sér vinnuna við ætlgreiningu. Þórarinn B. Guðmundsson svaraði Krisljáni og kynnti starf tölvunefndar, ættfræðiforrit Friðriks Skúlasonar og eins hefði Amgrímur Sigurðsson kynnt önnur ættfræði- forril. Dýrt væri að koma sér upp fullkomnum búnaði og félagið ckki í stakk búið til að ráðasl í slíka fjárfestingu. Þórarinn las síðan tvö bréf scm borist höfðu Ættfræðifél- aginu, annað frá Kanada og hitt frá Svíþjóð. (eru þau birt annars slaðar hér í fréltabréfinu). Jóhanncs Kolbeinsson ræddi lölvumál og uppbyggingu gagnabanka cn tók undir þá skoðun að félagið gæti ekki ráðist í ncin slórvirki á þessu sviði. Formaður sagði að næsli fundur yrði 29. apríl næst- komandi og skýrði einnig frá fyrirhugaðri sumarferð Ætt- fræðifélagsins en nánar yrði um það síðar í fréltabréfinu. Fundi var slilið 22.55 og var fundarsókn góð. í blaöinu .... Ritncfnd hefur fengið lil birtingar efnismikið og afar fróðlegt erindi Thcodórs Ámasonar, vcrk- fræðings sem hann flutti á fclagsfundi í janúar um Hannes Eggertsson hirðstjóra og framætt hans. Verður fljótt ljóst við lestur greinarinnar að mikil og vönduð vinna liggur þar að baki. Einnig eru birt bréf scm borist hafa félaginu. Eru þau forvitnileg og lesendur eru hvattir til að íhuga efni þeirra og leyfa félögum Ættfræðifélagsins að fylgjast með því, sem þeir kunna að komast að og senda línur til fréttabréfsins, þótt þær niðurstöður séu jafnframt sendar beint til fyrirspyrjenda. Kynning félaga Ritncfnd fréltabréfsins hefur ákvcðið að taka upp þá nýbrcytni að kynna félagsmenn með líkum hætli og vinsæll hcfur orðið meðal lcscnda Dag- ! blaðsins Vísis. Ritnefnd þykir við hæfi að hefja kynninguna á formanni félagsins, Hólmfríði Gísla- dótlur og eiginmanni hcnnar, Eggerti Thorberg Kjartanssyni, sem einnig er ötull liðsmaður Ætt- fræðifélagsins. Hefst sú kynning á næstu síðu. Vonandi mælist þetta uppálæki ritncfndar vel | fyrir og eru félagsmenn eindregið hvaltir til að scnda fréttabréfinu upplýsingar um sig og æltir sínar. 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.