Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 5. tölublað 10. árg. Júlí 1992 Frá félagsfundi Af Hrólfi sterka Almennur félagsfundur í Ættfræðifélaginu, haldinn 29. apríl 1992 í Hótcl Lind við Rauðarárstíg. Formaður setti fundinn og stýrði honum. Bauð alla velkomna og óskaði fundarmönnum gleðilegs sumars og þakkaöi gott samstarf á vetrinum. Formaður bauð sérlega velkomna ræðumenn kvöldsins, Ásthildi Steinscn, skrá- setjara og Jón Böðvarsson, ritstjóra. Áslhildur Steinsen kynnti fyrir fundarmönnum það sem hún er að vinna að, en það er gagnasöfnun fyrir starfsmannaial talsímakvenna frá 1906, er síminn kom til landsins og fram á síðasta ár 1991. Verður erindi hennar birt í hcild, síðar í Fréttabréfinu. í viðamiklu og fróðlegu erindi Jóns Böðvarssonar um Þórð Guðmundsson, lögmann að sunnan og austan, er uppi var á 16. öld og fram á þá sautjándu, kom fram að Þórður varharðurbaráttumaðurfyrirhagsmunum íslands og íslendinga. Kom m.a. fram hjá Jóni Böðvarssyni, sem hann sýndi með dæmum, hvað afkomendur Þórðar koma víða við sögu er snerti réttindamál íslendinga. Nefndi Jón nokkur börn Þórðar: Gísla, Einar á Melum, Guðmund þingskrifara, Ragnhildi er átti Vigfús Jónsson, sýslumann á Kalastöðum, þeirra sonur var Orntur sýslu- maður er lengstum var í Eyjum í Kjós, og eins sagði Jón nokkuð af konum og körlum er tcngdust Þórði og áhrifum þeirra og baráttu fyrir hagsmunum íslendinga. Það er ritara fundarins um megn að bera það við að reyna að skrifa um það allt svo vel fari; erindi Jóns var svo viðamikið, fróðlegt og skemmtilega flutt. En fundar- mönnum og öðrum vill ritari benda á að Jón Böðvarsson er að vinna að sögu Akraness og er von á 1. bindi nú á þessu ári. Verður þar fjallað um Þórð og niðja hans, því þeir koma þar mikið við sögu. Að loknu kaffihléi voru frjálsar umræður: Þórarinn Guðmundsson sagði frá væntanlegri sumarferð í júlí en þá yrði farið um Snæfellsnes. (sjá baksíðu). Fundarsókn var góð og sleit formaður fundi kl. 22.00. Hrólfur Bjarnason hinn sterki hét maður í Skagafirði. Er ættleggur mikill frá honum kominn og cr hann kallaður Hrólfsætl. Aukannarabarnaátti Hrólfur tvo Bjarnafyrirsonu; var annar kallaður Verri-Bjarni, en annar Bctri-Bjarni. Eitt sinn varð Verri-Bjami eitthvað sakfallinn hjá Dönum og höfðu þcir hann í haldi hjá sér á Bcssastöðum vor cilt, en aðrir segja að þeirgjörðu það af glcttingum einum saman við Hrólf til að vita hvernig honum brygði við. Þcgar Hrólfur kom suður skreiðarferð frétti hann hvar koniið var; bjóst hann þó að ná syni sínum og spurði sig fyrir hvar hann væri haldinn. En sem hann kom hcim á grandann (milli Brckku og Lambhúsa) trylltist hann og gekk ber- serksgang og hljóðaði. Braut hann hverja hurð upp og gekk raklciðis þangað sem Bjarni >'ar og bar hann burt undir hendi sér, en Danir sýndu enga mótvörn. Aörir segja þeir hafi orðið svo hræddir að þcir hafi sleppt Bjarna lausum og látið hann undireins verða fyrir honum. Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II (1980), bls.151 Þetta blað er að mestu helgað síðari hluta greinar Theódórs Árnasonar verkfræðings um Hannes Eggertsson hirðstjóra og framætt hans. Lýst eftir niðjum.... Á bls. 7 lýsir Guðbjörg Harðardóttir eftir niðjum hjónanna Marísar Einarssonar og Margrétar Jónsdóttur á Langeyjarnesi á Skarðsströnd. Vonandi verða einhverjir félagsmenn henni hjálplegir. 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.