Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 5
konungi þriðjungi allra bóta, scm hann næði af Hansa- stöðunum. Axel cr stadddur í Roskilde 13/8 1488 hjá konungi og fær hjá honum staðfestingarbréf um arfaskifti eftir föður sinn. Það er því athyglisvert, að sex dögum áður er Eggert Eggertsson staddur í Nyborg og fær þá útgcfið aðalsbréf af Hans konungi dags. 7/8 1488. Axel er í samningarstappi við konung út af þessum málum, þar til Hansastaðirnir ganga til friðarsamninga við hann í návistkonungs 21/12 1490. En Hansastaðirnir stóðu ekki fyllilega við samninginn, þannig að Axel hefur að nýju sjórán 1493. Axel Olafsson var búsettur á Skáni og var kvænlur skánskri konu. Hann kemur því ekki mikið við norsk bréf, cn þá í lengslum við Eggert. Hannn er ásamt Eggerti vottur í bréfi dags. 25/11 1476. Síðan hverfur hann um tíma úr norskum heimildum en kcmur fram sem vollur í bréfi dags. í maí 1492 og nú mcð eftirmanni Eggcrts, Laurits Klaussyni lögmanni. Axel Ólafsson er fyrstur dómsmanna í eftirmáli um víg Eggerts dags. 4/7 1493 og áður er getið. Eftir það kcmur Axel ekki við norskar heimildir og óvíst er hvenær hann hafi dáið. Af þessu hef ég drcgið þær ályklanir, að einhver tcngsl séu á milli Axels Ólafssonar og Eggerts Eggcrtssonar. Er cngu líkara en að Axel geri sér ferð til Noregs, eftir að hann fréllir víg Eggerts. Það er mjög líklegt, að það sé Axel scm mæli með aðalsréttindum Eggerts við konung. Hefur hann verið í för mcð Axel í samningsmálum hans við konung. Þessi tcngsl gælu verið vegna frændsemis í gcgnum hina óþckktu móður Eggerts. En ekki er hægt að útiloka vináttu cða fóstbræðralag. Axel Ólafsson er fædd- ur um 1448 og var sjö ára við fall föður síns. Eggerl gæti verið eitthvað eldri og fæddur upp úr 1440. Þeir gætu báðir hal'a verið þénarar hr. Eiríks Björnssonar, sem tckur við hirðstjóraembættinu í Bergen eflir fall hr. Ólafs 1455. Hr. Eiríkur og Jón, bróðir hans, voru nánir fylgismcnn hr. Ólafs og voru mcð honum á Jónsvöllum en sluppu lifandi úr þcim hildarleik. Þcir skildu eftir marga svcina sína í valnum. Þcir krcfjast síðar skaðabóta af Þjóðverjum, sem illagckk að innhcimta. Þeir Axcl og Eggert gætu hafa vcrið uppcldissynirhr. Eiríksoghafaátt það samciginlegt að missa feður sína ungir að aldri. Föðurætt Axcls var úr Víkinni, en þrált fyrir að hr. Ólafur Nikulásson er með valdamcslu mönnum í Noregi í sinni líð er ekkerl hægt að scgja um framætt hans. Um 1400 koma hinar ýmsu ætlgre- inar Skankeættar fram í ljósið sem sundurlausar ætlir, cn gætu hafa átt sameiginlcgt upphaf. Hr. Ólafur tengist einhvcrnveginn Losnuætt í Sogni og erfir völd hennar í hinu norska þjóðfélagi. En aftur á móti eru tcngdir án frændsemi á inilli Axcls og Eggcrts í gegnum móður Axels, Elísu Eskilsdóttur ( Heglc). Árið 1479 er skift arfi eftir frú Katrínu, ekkju hr. Tage Hcnrikssonar. Erfingjarnir eru annarsvegar Elísa Eskilsdóttir og Anna, systir hennar, en hinsvegar frú Cecil- ie Bemckesdóttir Skinkel. En sem fyrr segir var hr. Ber- nekc Skinkel fjárhaldsmaður móður frú Elísu. en frú Cccilic og Kristján Willæ, afi Eggerts lögmanns, voru syslkinabörn. Magdalena, systir Axels, átti jarðeignir í Skamhéraði á Fjóni, sem var lén hr. Jóns litla ( Skram). Móðurætt Hannesar Eggertssonar: Móðir Hanncsar og Matthíasar Eggertssona hefur vcrið Jóhanna Malthíasdótlir eins og fyrr segir. Vitað cr nokkuð um framættir hcnnar. Hún kcmur fyrir í bréfum mcð móður sinni, frú Margréti Johansdóttur árið 1493. Frú Margrét var tvígift. Fyrri maður hennar hr. Gauli Þóralda- son ( Kane) var riddari að tign og hlaul Margrét frúarlitil- inn í því hjónabandi. Hr Gauti kcmur síðast við heimildir árið 1452 og állu þau Margrél dóttur að nafni Þuríður. Hún hcfur lifað föður sinn og crfir hann cn síðan crfir móðir hcnnar hana. Frú Margrét kcmur við þó nokkur bréf og cr þáaðseljaeignirúrþessum arl'i fyrirpeninga. Síðari maður frúMargrétar var Matthías Pétursson, danskur að ætt. Hann var aðeins vopnari að tign. Hann kcmur fyrst við hcimildir 1461 og þá kvænlur Margréti. Hann kemur síðast við hcimildir 21/5 1477, þegar þau hjón Matthías Pélursson og frú Margrét Johansdóttir sclja jarðcign fyrir garð í Osló mcð samþykki Jóhönnu, þcirra beggja dóltur, cins og segir í bréfinu. Jóhanna er hér ógefin í föðurgarði, fædd eftir 1452 cn líklega fyrir 1460. Hún cr því varla móðir þess sonar Eggerls, sem er uppkominn 1493 og gerir kröfur vegna vígs föður síns. Jóhanna hcfur því vcrið síðari kona Eggerts Eggertssonar. Af innsigli Matthíasar Péturssonar að dæma hcfur hann vcrið skyldur Jens Jakobssyni, biskup í Osló ( 1420- 53). En Jens biskup er fyrstur til þess að nota þetta vopnamerki, scm var heill einhyrningur í þvcrskiflum feldi. Matthías hcfur borist til Noregs vcgna þessa skyld- leika. Faðir hans hefur verið Pélur Jensson, sem cinnig nolar þctta innsigl i. Pétur er höfuðsmaður í Abraham storp á Sjálandi 1428 ( nú Jægcrspris við Roskildcfjord), en verður síðar höfuðsmaður á Skjoldenæs á Sjálandi og um leið landsdómari á Sjálandi 1434-36. Pétur Jcnsson tckur við Skjoldenæs af Jcns Matthíassyni af ættinni Ulfcldt og gætu þcir verið mágar vegna Matthíasamafnsins á syn- inum. Það er þó getgáta af minni háifu. Líklega hcfur Pétur Jensson verið launsonur Jcns Jak- obssonar biskups í Osló, ef til vill gctinn áður cn Jcns tckur prestsvíglu cn hitt þekktist einnig, að prestsvígðir menn á þeim tímum og jafnvel biskupar ætlu launbörn. Matthías hefur alist upp í Osló undir handarjaðri afa síns cn gcngur síðan í þjónustu hr Hartvíks Krummcdige eftir dauða biskupsins 1453. Hr. Hartvík var síðan faðir hr. Hcnriks, höfuðsmanns í Baahús, sem áður hefur verið ncfndur. Það cr því engin furða, þótt hustrú Jóhanna gefi hr. Hcnrik umboð sitt í vígsmálinu eftir Eggert, eiginmann sinn, eins og fyrr segir. Jcns Jakobsson var í þjónustu Margrétar drottningar þcgar árið 1405 og skv. síðari vitnisburði hefur hann tilhcyrl daglegri hirð hcnnar um 1410. Hann cr prestur í Kalundborg og verður prófastur í Roskildc og hinn danski kanslari Eiríks konungs af Pommcrn árið 1418 en er sendur af konungi til páfastóls og úlncfndur scm skriftarfaðir norrænna manna við páfastól. En það cmb- ætli var stökkpallur upp í næsta biskupstól, sem losnaði á Norðurlöndum. Jens var kjörinn biskup í Osló árið 1420 af páfa og varð um leið hinn norski kanslari Eiríks konungs, 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.