Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 1
* FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS 6. tölublað 10. árg. Október 1992 Á slóðum Snæfellsáss og Eyrbyggjasögu Frá sumarferð Ættfræðifélagsins á Snæfellsnes 1992. í þessari ferð var nesið norðanvert skoð- að. Þessi ferð var því beint framhald af sum- arferðinni 1990, en í þeirri ferð var skyggnst um á nesinu sunnan- verðu, eins og vér munum bezt er í þá ferð fórum. Laugardagurinn 25.júlí 1992 var runninn upp. Á stæðinu við Umferðarmiðstöðina beið farkostur- inn góði fráBorgarnesi, langferðabifreiðin tveggjahæða. Smám saman tíndust ferðalangamir inn í bifreiðina, ungt fólk og frísklegt = á öllum aldri, frá bömum og allt upp undir eða yfir sjötugt. Skýin hengu ólundarlega í loftinu. Út við sjóndeild- arhringinn í vestrinu blánaði aðeins í himininn en í aust- rinu risu regnbólstramir og teygðu sig hátt. Yfir Mó- skarðshnjúkunum hvíldi þokan eins og hvít brúðarslæða. Fararstjóri í þessari ferð var Kristín Guðmundsdóttir, ættuð frá Mýrum. Einhvers staðar í loftinu heyrði ég, eða að minnsta kost taldi mig heyra, nefnda töluna 65, en það skildi ég þannig, að 65 væru þeir er i ferðina fóru, eða hyggðust fara. Brottför frá Umferðamiðstöðinni átti að vera kl. 8.00, en drógst til kl. 8.19. Leiðin út úr borginni var greið í gráma morgunsins. Sólin var fyrir löngu komin á fætur, þótt hið sama væri eigi hægt að segja um “blessaða mannskepnuna”, svona al- mennt. Þótt umferðin væri enn lítil átti hún vafalaust eftir að aukast er fram liði á daginn. Bjöm G. Eiríksson sögumaður Þurrt var á, en hæg golan lék sér að stráunum grænu og hríslaði í laufi trjánna, þeirra er prýddu húsagarða borg- arbúa og eða stóðu á víðavangi. Utan við borgina og á völlunum undir hlíðum Esju- fjallsins stóðu stöku hestar á beit og hámuðu í sig safaríkt grængresið, en grár flötur Kollafjarðar endurspeglaði myndina af skýjuðum himninum. Upp í Hvalfjörð var komið kl. 8.40, þar sem norðan kulið ýfði aðeins yfirborð hins langa Hvalfjarðar, þann- ig að vel sást á hvíta bárufaldana. Skarðsheiðin í norðri var hulin grárri þoku en Botnssúlumar, leifar hins risa- vaxna eldfjalls, er sprakk eða splundraðist í sprengigosi fyrir óralöngu, í árdaga, bar við himinn innst inni og yfir Hvalfjarðarbotninum. Kl. 9.09 var farið yfir brúna á Botnsánni. Við lá að einn ferðafélaganna gleymdist í Ferstiklu, en það var sjálfur “allsherjargoðinn”, Sveinbjörn Beinteinsson. Úr þessari gleymsku var samt bætt hið bráðasta. í Borgarnes var komið um kl. 9.50 en þar var stanzað um stund við “Hymuna”. í B orgamesi er mikið og gott safn bóka og alls konar heimilda um héraðssögu og ættir Borgfirðinga (og Mýramanna), sem mikið er notað af ættfræðingum og ýmsum fræðimönnum öðrum. Ekki gafst samt tími til þess að skoða þetta ágæta safn að þessu sinni, enda höfðu menn aðeins til umráða45 mín. eða eitthvað þ.u.l., sem nýttar voru til þess að fá sér kaffi eða e.a. hressingu. Um eða upp úr hálf ellefu var svo ferðinni haldið áfram. Kristín fararstjóri fræddi okkur um Mýramar, bæ- ina þar, atburði, ættir og sögu, á meðan bifreiðin góða brunaði áfram eftir þjóðveginum. Líta mátti í fjarlægð fjöllin bláu, og í norður eða norðaustur báru við himinn háan, Hítardalsfjöllin. Rétt áður en komið var að Lyng- brekku kom rigningin. í eyrum hljómuðu nöfnin Brekavatn, Húsafell, Helga- staðir, Helgastaðarhraun. Hítarhólminn lokaði frekari innsýn inn í Hítardalinn, en bakvið hvfldi kyrrt og djúpt Hítardalsvatnið, en þokan grettin og grá, kúrði nú á efstu brúnum fjallanna dimmbláu. Og lengra til vinstri sást á Eldborgina, hina fonnfögru náttúrusmíði, sem Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð- ingur, segir í bók sinni (eða telur þar), “íslandseldar”, að sé að minnsta kosti 5000 ára gömul, eða eldri, og hin fleygu orð úr Sturlubók Landnámu, um bæinn Hripa: “Þar 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.