Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1992, Blaðsíða 2
var bærinn er nú er borgin”, muni hins vegar að öllum líkindum, heldur geta átt við stakan og stóran gjallgíg, Rauðhálsa, en úr honum virðist hafa til orðið og runnið hraun snemma á landnámstíð, en sú eldstöð er norðaustan Eldborgar. Þegar komið var yfir Haffjarðarána (kl. 10.59) blöstu við í norðurátt Rauðamelskúlur, fagurlega (einkum sú eystri), gjallgígar (í Ljósufjallaeldkerfinu), um það bil 2600 ára. Nöfn eins og t.d. Gerðuberg láta kunnuglega í eyrum þeirra er “byggðir eiga í Breiðholti”. Haffjarðaráin skilur að hreppana Kolbeinsstaðarhrepp og Eyjahrepp og kemur úr svonefndu Oddastaðavatni, en efsti hluti hennar heitir Höfðaá úr Ósnum, eða Höfða- vatni hinu gamla. Og áfram brunar fararskjótinn tveggja hæða og ber hratt yfir. Grónar lendur, stök holt og klapparásar virðast þjóta framhjá. Næst fjöllunum eru víðáttumiklir starar- ílóar, en óræðisflóar og fenjamýrar er nær dregur sjónum. Laxárbakkaflói og Glámsflói, sem tilheyra þessum fyrr- nefndu óræðisflóum og eru í Miklaholtshreppi, hafa t.d. verið teknir á náttúruminjaskrá, m.a. vegna þess að þar er mikil varpstöð fugla. Austan við Straumljarðarána er dalur, og austanvert við Dalslandið, upp með fjallinu er Hjarðarfell, þaðan sem Hjarðarfellsættin er komin. Norðan við Miklaholts- hreppinn liggur Helgafellssveitin, og þar í fjöllunum er BauárvallavaUi, sem þjóðsagan segir að geymi í sér skrímsli mikið og “ógurlegt”. Á þessum slóðum gerðist ein sú magnaðasta draugasaga, sem ég hef heyrt og skráð er í ritverkinu “Hjá vondu fólki” ( ævisaga sr. Áma Þórarins- sonar og skráði Þórbergur Þórðarson). Þarna í fjöllunum er ömefnið Dufgusdalur, sem að líkindum er heitinn eftir Dufgus, sem uppi var á 13. öld, eða 12. og 13. öld. Dufgus þessi var Þorleifsson og bjó í Hjarðarholti, Baugsstöðum og víðar. Foreldrar hans voru, að sögn, Þorleifur skeifa Þormóðsson Skeiðagoða Guð- mundssonar (S.D. telur svo) og kona hans Þuríður Hvamms- Sturludóttir Þórðarsonar. Dufgus átti Höllu Bjarnardóttur, Þorbjarnarsonar, Brandssonar að Ölfusvatni (segir S.D.). Synir þeirra vom: Svarthöfði, Bjöm dmmbur, Kægil- Bjöm og Kolbeinn. Dufgus þótti mestur bóndi í Breiða- fjarðardölum meðan hann var í Hjarðarholti, vaskur maður. Og synir hans, “Dufgussynir”, voru einhverjar mestu höfuðhetjur á sinni tíð, mjög í bardögum og fylgd með frændum sínum, Sturlungum. í bókinni “Byggðir Snæfellsness”, er skráð að dalur þessi (Dufgusdalur) sé núna oftliga nefndur Dökkólfsdalur, ekki hefi ég heyrt hvers vegna þessi nafnabreyting hefir átt sér stað. Við Vegamót skiptast vegir, liggur annar vegurinn yfir Kerlingaskarð, en hinn út nesið um Staðarsveitina og yfir Fróðárheiði, þá er og vegur fram fyrir Jökul um “öndvert nes”. Klukkan er orðin eitthvað um 11.15 þegar farið er framhjá Vegamótum og áfram er haldið sem leið liggur um Staðarsveitina með sínum þekktu veiðivötnum, þ.e.æs. silungsvötnum, og er Hagavaln þeirra stærst. Vegurinn liggur eftir hinum foma sjávarkambi, Ölduhrygg, sem áður bar samheitið “langholt”, framhjá hinu foma höfuðbóli Ara fróða, Stað. í norðri reis Lýsuhyrnan, þoku hulin, nær miðju nesi, við eða nálægt Lýsuskarði, þar sem glóandi Bláfeld- arhraunið fossaði niðurhlíð og endaði í Staðarsveitinni, einhvern tíma við eða upp úr lokum ísaldar fyrir u.þ.b. tíu þúsund árum.Hægt og rólega, en ömggt, klífur bifreiðin góða Fróðárheiðina, klukkan er orðin 11.44 og það er ætlunin að stanza í Ólafsvík og snæða hádegisverð, og kl. rúmlega 12 er komið til Ólafsvíkur. Þegar menn hafaetið sig saddaaf ljúffengri lambasteik, súpu, og fengið sér kaffisopa, er lagt af stað frá Ólafsvík um kl. 13.50. Leiðin liggur framhjá Fróðárbæjunum. Það mun sennilega hafa verið á Fornu-Fróðá, og nafnið bendir einnig óneitanlega til þess, sem hin frægu Fróðárundur áttu sér stað. Ágúst Lárusson, sá sem ritar um Fróðárhrepp í “Byggðir Snæfellsness”, getur sér þess til að manndauðinn mikli hafi verið smitandi sjúkdómur og Þórgunnur hafí fyrst smitast af þessum ókunna sýkli og vitað eitthvað meira um sjúkdóm sinn en heimilisfólkið áFróðá, þvi hún gaf fyrirmæli um að brenna skyldi “ársal” sinn, því var eigi hlítt, þess vegna lifði sýkillinn í rekkju- voðum Þórgunnar og sýkti aðra. Snorri goði sendiprest til Fróðár og gaf þau ráð til, að brenna skyldi ársal Þórgunn- ar. Að líkindum hefir þetta verið hin fyrsta “sótthreinsun” á íslandi í “stórum stíl”. Þetta er mjög skemmtileg tilgáta. Klukkan er orðin eittli vað um 14.17 þegar ekið er fyrir Búlandshöfðann, þaðfrægafjall. Mig minnirað sáþekkti maður, dr. Helgi Péturs, (sem var einnig jarðfræðingur) hafi árið 1902, fundið merkileg sæskeljalög, sem vörpuðu nýju ljósi ájarðsögu íslands. Það vareinnig við Búlands- höfða, sem vinur minn, nú kominn yfir áttrætt, kvaðst hafa orðið vitni að sorglegum atburði er hann eitt sinn, þá ungur að árum, var á leið fyrir Búlandshöfðann. Hann sér h var bátur kemur af hafi, óvanalega leið, og undir höfðann að landinu. Á bátnum eru tveir menn og eiga í vand- ræðum, því báturinn er að sökkva. Báturinn berst upp að klöppum eða stórgrýti, sem er í íjörunni, öðrum mann- inum tekst að stökkva upp á stein eða klöpp í fjörunni en hinn verður of seinn og berst með bátnum frá landi og ferst með honum. Þessi mynd þrengir sér einhvem veginn fasl fram í hugann á meðan ekið er fyrir höfðann, sem er eitthvað um 607 m hátt hamrafjall. En nú blasir Eyrarsveitin við augum. Ilin svipmiklu fjöll (að sögn!) eru hið efra falin í faðmi kóngsdótturinn- ar fögru, sem er í álögum og má eigi leysast nema allir smalar á íslandi syngi henni lof og prís. Þaö er svo annað mál, að bæði em nú smalar orðnir fáir á íslandi og svo hitt, að ég held að lærðir veðurfræðingar fallist tæplega á þessa skýringu þjóðsögunnar á tilvist Þoku kóngsdóttur. - Þessvegnaheld ég að enn verði langt í lausn Þoku kóngs- dóttur. Mýrarhyrnan, með sinn græna kjól, er á hægri hönd en kjólinn sinn græna áhún mest að þakka máv-fuglinum og fleirum hans Iíkum, sem gjama tylla sér á klettabeltin og hamrana í fjallinu. í Grundarfjörð er komið kl. 14.32, þar var örskammur stanz. Fram til ársins 1937 var þessi sveit mjög einangruð, en upp úr því komst hún í vegasamband, en 1962 er Búlandshöfðinn fyrst opnaður. Um aldamótin var töluvert þéttbýli við Kvíbryggju, sem er eða öllu heldur var “frægur staður “, en upp úr 1940 myndaðist kauptúnið 2

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.